Tónlist

Vildu hætta að spila Sex on Fire

Rokkararnir íhuguðu að hætta að spila Sex on Fire á tónleikum.
Rokkararnir íhuguðu að hætta að spila Sex on Fire á tónleikum. nordicphotos/getty
Rokkararnir í Kings of Leon íhuguðu að hætta að spila vinsælasta lag sitt Sex on Fire á tónleikum. Þeim fannst pirrandi að sjá áhorfendur ganga út af tónleikunum eftir að þeir höfðu spilað lagið.

„Fyrir tveimur árum spiluðum við kannski nokkur eldri og „dýpri“ lög sem heyrast ekki oft og fólk fór og fékk sér bjór eða fór að pissa. Við vorum pirraðir en ég er búinn að sætta mig við þetta. Að spila þetta lag er eins og að fá klapp á öxlina. Við sömdum það og það skiptir engu máli hvert við förum, það fær alltaf sömu viðbrögðin,“ sagði söngvarinn Caleb Followill við Shortlist.

Bróðir hans Nathan bætti við: „Það er líka gaman að sjá maurana labba til baka af klósettinu. En um leið og þetta lag er búið sér maður fólk hrúgast að útganginum. Maður hugsar með sér: „Ókey, þú borgaðir 7.500 krónur fyrir eitt lag. Það er ekki svo slæmt.“ Nýjasta plata Kings of Leon, Mechanical Bull, kemur út 24. september. Smáskífulög hennar verða Wait For Me og Supersoaker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.