Handbolti

Svekkjandi tap hjá Degi Sigurðssyni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
NORDICPHOTOS/GETTY
Hans Lindberg tryggði Hamburg 33-32 sigur á lærisveinum Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin með marki úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var liðinn í leik liðanna í þýska handboltanum í dag.

Refirnir hans Dags voru þremur mörkum yfir í hálfleik 19-16 en Hamburg vann forskotið upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og var leikurinn æsispennandi allt til loka.

Hans Lindberg fór á kostum í leiknum og skoraði 12 mörk fyrir Hamburg. Domagoj Duvnjak skoraði 7 og Zarko Markovic 5.

Hjá Füchse var Fredrik Petersen markahæstur með 8 mörk. Konstantin Igropulo skoraði 6 og Pavel Horak 5.

Hamburg náði Füchse að stigum með sigrinum en liðin eru í 4. til 5. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×