Dagskrá RIFF kynnt í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. september 2013 16:54 Það var glatt á hjalla á blaðamannafundinum í Tjarnarbíói. Dagskrá RIFF 2013, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, var kynnt á blaðamannafundi í Tjarnarbíói í dag. Þar var dagskrá hátíðarinnar kynnt sem og helstu nýjungar sem bryddað verður upp á í ár. Hátíðin hefst í næstu viku með frumsýningu myndarinnar Svona er sanlitun eftir Róbert Douglas, og lýkur þann 6. október með sýningu myndarinnar Líf Adele, en hún hlaut Gullpálmann í Cannes og er um að ræða Norðurlandafrumsýningu á myndinni. Miðasala á hátíðina hefst á fimmtudaginn og hægt er að nálgast dagskrána á vefsíðu RIFF. Munu sýningar fara fram í stórum sölum í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Einnig verður dagskrá víða annars staðar um borgina - í litlum verslunum, hágreiðslustofum og hótelum - undir nafninu RIFF Around Town. Þá teygir verkefnið RIFF út á landi sig út um allt Ísland. RIFF er nú haldin í tíunda sinn og eiga myndirnar það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Feneyjum og Toronto, og eru sagðar endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hafi upp á að bjóða. Um er að ræða myndir af ýmsu tagi eftir þekkta leikstjóra á borð við Jonathan Demme og Lukas Moodysson og einnig framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Meðal mynda sem sýndar verða eru Nestisboxið sem sló í gegn í Cannes í vor, Aðeins elskendur eftirlifandi, nýjasta mynd Jim Jarmusch, og Snertur af synd eftir kínverska leikstjórann Jia Zhangke sem tilnefnd var til Gullpálmans. Sérstöku sjónarhorni verður beint að myndum frá Grikklandi í ár. Verða alls fimm grískar myndir sýndar á hátíðinni, meðal annars kvikmyndin Ungfrú ofbeldi sem fékk verðlaun fyrir besta karlhlutverk í Feneyjum fyrr í mánuðinum. Þá verður fjallað um Grikkland í fræðsludagskrá hátíðarinnar í málþingi þar sem skoðað verður hvernig efnahagsvandamál hafa haft áhrif á kvikmyndagerð Grikklands og Íslands. Meðfram sýningu myndanna er boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá þar sem tugir erlendra gesta deila fróðleik um kvikmyndir og taka þátt í spurt og svarað eftir sýningar.Lundinn, lukkudýr RIFF, er tíu ára í ár.RIFF sýnir í ár hátt í hundrað myndir í fullri lengd, bæði leiknar myndir og heimildamyndir, auk fjölda stuttmynda. Myndirnar koma frá yfir fjörutíu löndum. Á annað hundrað erlendra gesta úr kvikmyndaheiminum eru væntanlegir til að kynna verk sín eða taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-smiðjunni sem haldin er samhliða. Í tilefni þess að RIFF er nú haldin í tíunda sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar þrír talsins. Þeir eru sænski leikstjórinn Lukas Moodysson og verður nýjasta mynd hans Við erum bestar sýnd á hátíðinni ásamt tveimur eldri verkum hans. Moodyson verður verðlaunaður fyrir framúrskarandi listfengi af borgarstjóranum í Reykjavík þann 26. september. Þá munu bandaríski leikstjórinn James Gray og franski leikstjórinn Laurent Cantet einnig sækja hátíðina heim með gamlar og nýjar myndir í farteskinu og hljóta verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi í kvikmyndum við hátíðlega athöfn hjá forseta Íslands að Bessastöðum þann 2. október. Þá verða haldnir ýmsir sérviðburðir á hátíðinni og má þar nefna: Sundbíó - grínmyndin Airplane verður sýnd í Laugardalslauginni. Grínbíó - endurtalsetning á kvikmyndinni Nýju lífi. Sýning á japönsku anime myndinni The Wind Rises eftir Hayao Miyazaki, í samvinnu við Nexus. Riff Around Town - kvikmyndasýningar á ýmsum stöðum í borginni Hellabíó í Bláfjöllum Heimabíó - Hrafn Gunnlaugsson býður fólki heim til sín og sýnir Óðal feðranna, ásamt umræðum. Meðal nýjunga á hátíðinni í ár er verkefni sem nefnist Earth 101 þar sem RIFF mun bjóða upp á opið málþing þar sem fram koma sumir af fremstu vísindamönnum heims á sviði loftslagsmála ásamt kvikmyndaleikstjórum sem eru gestir á RIFF. Verkefnið, sem er unnið undir forystu Guðna Elíssonar, prófessors við Háskóla Íslands, miðar að því að leiða kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn saman til að auka skilning almennings á áhrifum loftslagsbreytinga. Þá vinnur RIFF nú í fyrsta skipti með Centre Pompidou-listamiðstöðinni í París undir formerkjum Hors Pistes-verkefnisins, en það gengur út á að veita framúrskarandi vídeólistamönnum tækifæri á að sýna verk sín. Listamaðurinn sem var valin í verkefnið heitir Ásdís Sif Gunnarsdóttir og verða vídeóverk hennar sýnd í Slippbíói undir merkjum RIFF á meðan á hátíðinni stendur og svo aftur í Centre Pompidou í janúar 2014. Nýlunda á RIFF í ár er einnig samkeppni um bestu mínútumyndina, en þar geta reyndir sem óreyndir spreytt sig á þessu knappa kvikmyndaformi. Þá verða Bransadagar haldnir í annað sinn ásamt kvikmyndasmiðjunni Talent Lab, þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu spor deila hugmyndum sínum. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Dagskrá RIFF 2013, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, var kynnt á blaðamannafundi í Tjarnarbíói í dag. Þar var dagskrá hátíðarinnar kynnt sem og helstu nýjungar sem bryddað verður upp á í ár. Hátíðin hefst í næstu viku með frumsýningu myndarinnar Svona er sanlitun eftir Róbert Douglas, og lýkur þann 6. október með sýningu myndarinnar Líf Adele, en hún hlaut Gullpálmann í Cannes og er um að ræða Norðurlandafrumsýningu á myndinni. Miðasala á hátíðina hefst á fimmtudaginn og hægt er að nálgast dagskrána á vefsíðu RIFF. Munu sýningar fara fram í stórum sölum í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Einnig verður dagskrá víða annars staðar um borgina - í litlum verslunum, hágreiðslustofum og hótelum - undir nafninu RIFF Around Town. Þá teygir verkefnið RIFF út á landi sig út um allt Ísland. RIFF er nú haldin í tíunda sinn og eiga myndirnar það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Feneyjum og Toronto, og eru sagðar endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hafi upp á að bjóða. Um er að ræða myndir af ýmsu tagi eftir þekkta leikstjóra á borð við Jonathan Demme og Lukas Moodysson og einnig framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Meðal mynda sem sýndar verða eru Nestisboxið sem sló í gegn í Cannes í vor, Aðeins elskendur eftirlifandi, nýjasta mynd Jim Jarmusch, og Snertur af synd eftir kínverska leikstjórann Jia Zhangke sem tilnefnd var til Gullpálmans. Sérstöku sjónarhorni verður beint að myndum frá Grikklandi í ár. Verða alls fimm grískar myndir sýndar á hátíðinni, meðal annars kvikmyndin Ungfrú ofbeldi sem fékk verðlaun fyrir besta karlhlutverk í Feneyjum fyrr í mánuðinum. Þá verður fjallað um Grikkland í fræðsludagskrá hátíðarinnar í málþingi þar sem skoðað verður hvernig efnahagsvandamál hafa haft áhrif á kvikmyndagerð Grikklands og Íslands. Meðfram sýningu myndanna er boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá þar sem tugir erlendra gesta deila fróðleik um kvikmyndir og taka þátt í spurt og svarað eftir sýningar.Lundinn, lukkudýr RIFF, er tíu ára í ár.RIFF sýnir í ár hátt í hundrað myndir í fullri lengd, bæði leiknar myndir og heimildamyndir, auk fjölda stuttmynda. Myndirnar koma frá yfir fjörutíu löndum. Á annað hundrað erlendra gesta úr kvikmyndaheiminum eru væntanlegir til að kynna verk sín eða taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab-smiðjunni sem haldin er samhliða. Í tilefni þess að RIFF er nú haldin í tíunda sinn verða heiðursgestir hátíðarinnar þrír talsins. Þeir eru sænski leikstjórinn Lukas Moodysson og verður nýjasta mynd hans Við erum bestar sýnd á hátíðinni ásamt tveimur eldri verkum hans. Moodyson verður verðlaunaður fyrir framúrskarandi listfengi af borgarstjóranum í Reykjavík þann 26. september. Þá munu bandaríski leikstjórinn James Gray og franski leikstjórinn Laurent Cantet einnig sækja hátíðina heim með gamlar og nýjar myndir í farteskinu og hljóta verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi í kvikmyndum við hátíðlega athöfn hjá forseta Íslands að Bessastöðum þann 2. október. Þá verða haldnir ýmsir sérviðburðir á hátíðinni og má þar nefna: Sundbíó - grínmyndin Airplane verður sýnd í Laugardalslauginni. Grínbíó - endurtalsetning á kvikmyndinni Nýju lífi. Sýning á japönsku anime myndinni The Wind Rises eftir Hayao Miyazaki, í samvinnu við Nexus. Riff Around Town - kvikmyndasýningar á ýmsum stöðum í borginni Hellabíó í Bláfjöllum Heimabíó - Hrafn Gunnlaugsson býður fólki heim til sín og sýnir Óðal feðranna, ásamt umræðum. Meðal nýjunga á hátíðinni í ár er verkefni sem nefnist Earth 101 þar sem RIFF mun bjóða upp á opið málþing þar sem fram koma sumir af fremstu vísindamönnum heims á sviði loftslagsmála ásamt kvikmyndaleikstjórum sem eru gestir á RIFF. Verkefnið, sem er unnið undir forystu Guðna Elíssonar, prófessors við Háskóla Íslands, miðar að því að leiða kvikmyndagerðarmenn og vísindamenn saman til að auka skilning almennings á áhrifum loftslagsbreytinga. Þá vinnur RIFF nú í fyrsta skipti með Centre Pompidou-listamiðstöðinni í París undir formerkjum Hors Pistes-verkefnisins, en það gengur út á að veita framúrskarandi vídeólistamönnum tækifæri á að sýna verk sín. Listamaðurinn sem var valin í verkefnið heitir Ásdís Sif Gunnarsdóttir og verða vídeóverk hennar sýnd í Slippbíói undir merkjum RIFF á meðan á hátíðinni stendur og svo aftur í Centre Pompidou í janúar 2014. Nýlunda á RIFF í ár er einnig samkeppni um bestu mínútumyndina, en þar geta reyndir sem óreyndir spreytt sig á þessu knappa kvikmyndaformi. Þá verða Bransadagar haldnir í annað sinn ásamt kvikmyndasmiðjunni Talent Lab, þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu spor deila hugmyndum sínum.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira