Innlent

Vonskuveður á Súlum í gær

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Vonskuveður var á Súlum í gær þegar erlendrar ferðakonu var leitað.
Vonskuveður var á Súlum í gær þegar erlendrar ferðakonu var leitað. Mynd/Skjáskot
Það voru gríðarlegar erfiðar aðstæður sem björgunarsveitarmenn þurftu að glíma við er þeir leituðu erlendrar ferðakonu sem lenti í vanda í Súlum í gær. Landsbjörg birtir á Facebook-síðu sinni stutt myndskeið sem sýnir þær erfiðu aðstæður sem voru í Eyjafirði í gær.

„15 sekúndur... frá Súlum þar sem björgunarsveitir fundu ferðakonu í gær. Þetta eru alvöru aðstæður!,“ segir í umsögn um myndbandið.

Konan fannst um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og var hún stödd austast í fjallinu. Hún fannst þökk sé flautum sem björgunarsveitarmenn notuðu. Skyggni var lítið og því komu flauturnar sér að góðum notum við hljóðleit. Konan var köld og hrakinn þegar hún fannst og þurfti að bera hana niður fjallshlíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×