Lífið

Opið hús verðlaunað

Verkið Opið hús eftir Hrafnhildi Hagalín hlaut fyrstu verðlaun á Norrænu útvarpsleikhúsverðlaununum sem fóru fram í Helsinki fyrir helgi.
Verkið Opið hús eftir Hrafnhildi Hagalín hlaut fyrstu verðlaun á Norrænu útvarpsleikhúsverðlaununum sem fóru fram í Helsinki fyrir helgi. Fréttablaðið/valli

Útvarpsleikhúsið hlaut fyrstu verðlaun á Norrænu útvarpsleikhúsverðlaununum sem fóru fram í Helsinki fyrir helgi.

Verðlaunin voru fyrir leikritið Opið hús en það er eftir Hrafnhildi Hagalín og í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Verkið var jólaleikrit Útvarpsleikhússins en dómnefndir á Norðurlöndunum völdu milli sex norrænna verka þar sem Opið hús þótti bera af.

Þetta er í annað skipti á þremur árum sem Útvarpsleikhúsið hlýtur þessi verðlaun. Verkið fjallar um fimm persónur sem hittast í húsi sem er til sölu þegar haldið er opið hús.

Með hlutverk í leikritinu fara Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gíslason, Bergur Þór Ingólfsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Björn Thors og Ellert A. Ingimundarson. Hallur Ingólfsson samdi tónlistina við verkið en Einar Sigurðsson sá um hljóðvinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.