Lífið

Á bara átta pör af skóm

Hollywood-stjörnurnar sjást sjaldan, jafnvel aldrei, í sama dressinu tvisvar og því kom játning Harry Potter-stjörnunnar Emmu Watson í breskum útvarpsþætti á dögunum talsvert á óvart.

“Ég á bara átta pör af skóm og það er allt og sumt,” sagði Emma í viðtalinu. “En það er auðvelt fyrir mig að hljóma eins og hræsnari því að sjálfsögðu er ég í rándýrum hátískufatnaði núna.”

Ekki lítil lengur.
Nýjasta mynd Emmu heitir The Bling Ring og fjallar um unglinga sem brjótast inn til stjarnanna. Sum atriði í myndinni voru tekin upp á heimili hótelerfingjans Paris Hilton og segir Emma að Paris eigi geigvænlegt safn af fötum og skóm.

Andlit Burberry.
“Hún gæti aldrei klæðst öllum þessum fötum og sum þeirra voru glæný og enn með verðmiðanum á. Ætli hún hafi ekki bara keypt þau til að eiga þau.”

Krúttmonsa í Harry Potter.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.