Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. júní 2013 11:41 Í Bremerhaven. Bremenports taka með Íslendingum þátt í að kanna tækifæri vegna bráðnunar heimskautaíssins. Nordicphotos/AFP Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. „Í nýju aðalskipulagi Langanesbyggðar er gert ráð fyrir umtalsverðum umsvifum vegna umskipunar- og þjónustuhafar í Finnafirði,“ segir í tilkynningu frá Siggeiri Stefánssyni oddvita Langanesbyggðar og Þorsteini Steinssyni sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Bremenports er meðal stærstu rekstrar-og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu og er höfnin í Bremerhafen næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Fram kemur í tilkynningunni að Bremenports hafi umsjón með og annist fjármögnun á rannsóknarvinnu sem framundan sé vegna verkefnisins, en EFLA verkfræðistofa verði samningsaðilum til ráðgjafar. Í opinberri heimsókn sinni til Þýskalands kemur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til Bremen í dag og kynnir verkefnið. Í hátíðarræðu í Berlín á þriðjudag sagði Ólafur Ragnar að íslenskar hafnir gætu orðið „traustur hlekkur í nýrri keðju vöruflutninga í norðri sem mun tengja Evrópu við Asíu á nýjan hátt“. Tekið er fram í tilkynningunni að nýja höfnin í Finnafirði sé á svæði sem liggi sunnan Gunnólfsvíkurfjalls og er rétt sunnan við Þórshöfn. „Landfræðilegar aðstæður eru taldar góðar í Finnafirði, bæði í landi og á sjó. Fyrirhugað hafnarsvæði bíður upp á nokkur hundruð hektara burðarhæfs flatlendis og möguleikum á byggingu viðlegukanta með allt að 24 m dýpi. Öldufar og veðurfar er samkvæmt fyrstu athugunum talið hagstætt.“Bremenports er að fullu sagt í eigu sambandslandsins Bremen í Þýskalandi og horfir til þess möguleika að eiga samstarf við sveitarfélögin á svæðinu um fyrirhugaða Finnafjarðarhöfn.„Fyrirtækið hefur kynnt sér mögulega valkosti víða í tengslum við umskipunarhöfn á Norður Atlantshafi og telur allt benda til þess að aðstæður í Finnafirði séu ákjósanlegar.“ Fram kemur í tilkynningu sveitarstjórnarmannanna að um gríðarlega stórt fjárfestingarverkefni sé að ræða sem krefjist fjölbreytilegrar rannsóknarvinnu, sem verði unnin af íslenskum og erlendum sérfræðingum á næstu árum. „Forsætisráðuneytið ásamt fagráðuneytum sem um málið fjalla eru upplýst um áformin og verða næstu skref í verkefninu fljótlega kynnt nýjum ráðherrum,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. „Í nýju aðalskipulagi Langanesbyggðar er gert ráð fyrir umtalsverðum umsvifum vegna umskipunar- og þjónustuhafar í Finnafirði,“ segir í tilkynningu frá Siggeiri Stefánssyni oddvita Langanesbyggðar og Þorsteini Steinssyni sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Bremenports er meðal stærstu rekstrar-og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu og er höfnin í Bremerhafen næststærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi. Fram kemur í tilkynningunni að Bremenports hafi umsjón með og annist fjármögnun á rannsóknarvinnu sem framundan sé vegna verkefnisins, en EFLA verkfræðistofa verði samningsaðilum til ráðgjafar. Í opinberri heimsókn sinni til Þýskalands kemur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til Bremen í dag og kynnir verkefnið. Í hátíðarræðu í Berlín á þriðjudag sagði Ólafur Ragnar að íslenskar hafnir gætu orðið „traustur hlekkur í nýrri keðju vöruflutninga í norðri sem mun tengja Evrópu við Asíu á nýjan hátt“. Tekið er fram í tilkynningunni að nýja höfnin í Finnafirði sé á svæði sem liggi sunnan Gunnólfsvíkurfjalls og er rétt sunnan við Þórshöfn. „Landfræðilegar aðstæður eru taldar góðar í Finnafirði, bæði í landi og á sjó. Fyrirhugað hafnarsvæði bíður upp á nokkur hundruð hektara burðarhæfs flatlendis og möguleikum á byggingu viðlegukanta með allt að 24 m dýpi. Öldufar og veðurfar er samkvæmt fyrstu athugunum talið hagstætt.“Bremenports er að fullu sagt í eigu sambandslandsins Bremen í Þýskalandi og horfir til þess möguleika að eiga samstarf við sveitarfélögin á svæðinu um fyrirhugaða Finnafjarðarhöfn.„Fyrirtækið hefur kynnt sér mögulega valkosti víða í tengslum við umskipunarhöfn á Norður Atlantshafi og telur allt benda til þess að aðstæður í Finnafirði séu ákjósanlegar.“ Fram kemur í tilkynningu sveitarstjórnarmannanna að um gríðarlega stórt fjárfestingarverkefni sé að ræða sem krefjist fjölbreytilegrar rannsóknarvinnu, sem verði unnin af íslenskum og erlendum sérfræðingum á næstu árum. „Forsætisráðuneytið ásamt fagráðuneytum sem um málið fjalla eru upplýst um áformin og verða næstu skref í verkefninu fljótlega kynnt nýjum ráðherrum,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira