Vinafátt grískt goð Sigríður Dögg skrifar 27. júní 2013 08:00 Hvert er hlutverk fantasía? Sigga Dögg veltir fyrir sér tilgangi fantasíubókmennta. Nordicphotos/getty Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí? Sigga Dögg Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí?
Sigga Dögg Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira