Fyrsta samkynhneigða parið sem ættleiðir barn Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. júní 2013 07:30 Sindri Sindrason hefur ásamt eiginmanni sínum ættleitt litla stúlku, Emilíu Katrínu. Mynd/GVA „Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira