Fyrsta samkynhneigða parið sem ættleiðir barn Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. júní 2013 07:30 Sindri Sindrason hefur ásamt eiginmanni sínum ættleitt litla stúlku, Emilíu Katrínu. Mynd/GVA „Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
„Um leið og hún kom til okkar í fóstur leið mér eins og hún væri okkar. Ættleiðingin tók rúmt ár að ganga í gegn, sem er reyndar methraði,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður. Hann og eiginmaður hans eru fyrsta samkynhneigða parið hér á landi til að ættleiða barn. Lög um ættleiðingu samkynhneigðra tóku þó gildi hér á landi árið 2006. Emilía Katrín, dóttir þeirra, kom til hjónanna í byrjun árs 2012, þá rúmlega þriggja ára. Hún er fjögurra og hálfs árs í dag. Sindri og eiginmaður hans höfðu sótt um að fá fósturbarn hjá barnaverndaryfirvöldum haustið 2011 og fengu samþykki eftir mikla og nákvæma skoðun á högum sínum. „Þetta er strangt kerfi með mjög flottu og faglegu fólki, svo ekki sé talað um nákvæmu,“ segir Sindri. „Það liggur við að það sé skoðað í sokkaskúffuna hjá manni.“ Emilía á íslenska kynmóður og serbneskan kynföður. Sindri segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu móðurinnar, sem býr erlendis. Faðirinn hefur aldrei verið inni í myndinni. „Við fundum strax að móðirin vildi fyrst og fremst að Emilíu liði vel. Hún elskar hana augljóslega, skilur að hún geti ekki séð um hana og er sátt við umhverfið sem hún er komin í,“ segir hann. „Hún samþykkti ættleiðingu og þess vegna fór þetta svona fljótt í gegn.“ Emilía var búin að dvelja í einn og hálfan mánuð á heimili fyrir fósturbörn þegar hún kom til hjónanna. Hún var þá á eftir í mál- og talþroska, sem og félagslega, en Sindri segir að með markvissri örvun og vinnu hafi hún nú náð jafnöldrum sínum í þroska. „Það er ekki síst starfsfólkinu á leikskólanum Laufásborg að þakka, sem er í alla staði frábært, og við gætum ekki verið ánægðari með Örnu Guðrúnu, Ásdísi og öll hin sem þar starfa,“ segir hann. Spurður hvernig tilfinning það sé að vera meðal allra fyrstu samkynhneigðu paranna á Norðurlöndum til að fá að ættleiða barn segist Sindri aðallega vera hissa á því að fleiri hafi ekki farið í gegnum kerfið. „Það er ekki auðvelt fyrir karlmenn í okkar stöðu að eignast börn,“ segir hann. „En sem betur fer ætla stjórnvöld að lögleiða staðgöngumæðrun. Ef þetta hefði ekki gengið hér hefðum við farið til Indlands eða annað til að finna okkur staðgöngumóður. Það er alveg ljóst.“
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira