Rullan sem mun gera Tatum að stjörnu Sara McMahon skrifar 27. júní 2013 07:00 Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein