Innlent

Tvö flöskuskeyti frá sama manninum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vigdís Una heldur á flöskuskeytinu sem móðir hennar, Steinunn Rán Helgadóttir, fann í byrjun júní þegar hún gekk í byrjun júní eftir fjörunni á Sellátranesi.
Vigdís Una heldur á flöskuskeytinu sem móðir hennar, Steinunn Rán Helgadóttir, fann í byrjun júní þegar hún gekk í byrjun júní eftir fjörunni á Sellátranesi.
Tvær íslenskar konur hafa fundið flöskuskeyti frá sama danska manninum nú í júnímánuði. Skeytin fundust bæði á vestanverðu landinu en Breiðafjörður skilur skeytin að.

Jørgen Sønderkær, danski skipverjinn sem sendi flöskuskeyti 200 mílum vestur af Orkneyjum fyrir sjö árum, ætlaði sér greinilega að einhver fyndi það. Þetta segir Steinunn Rán Helgadóttir en hún fann flöskuskeyti frá honum í byrjun júní er hún gekk í fjörunni við Sellátranes í Patreksfirði.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að ung kona hefði gengið fram á flöskuskeyti í fjöru á Snæfellsnesi, en það var frá Sønderkær. Steinunni brá því í brún þegar hún fletti Fréttablaðinu í gærmorgun. „Ég hef geymt skeytið í dagbókinni minni og fór um leið og athugaði hvort þetta væri ekki eins,“ segir hún.

„Ég sendi manninum línu í byrjun júní en hef ekki fengið svar.“ Hún segist hafa reynt að hafa uppi á Sønderkær en hann sé ekki á Facebook. „Mér datt í hug að þeir sem kynnu að leita í dönskum símaskrám gætu fundið hann. Nú, ef hann er þá ennþá til.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×