Dæmigerðir Íslendingar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 6. mars 2013 06:00 Norðlenskur hroki og þingeyskt loft eru frasar sem stundum er slengt framan í mig, þegar ég er að belgja mig eitthvað um veðrið. Ég geri það stundum, set mig á háan hest þegar snjóar í höfuðborginni og samgöngur eru farnar á hliðina fyrir hádegi. Segi þá sögur af norðlenskum skafrenningi og stórhríð og að það þurfi nú meira en él á köflum til að slá landsbyggðarjaxla út af laginu. Óþolandi auðvitað, ég veit það. Svona gorgeir er reyndar ekkert einskorðaður við Norðlendinga hefur mér sýnst. Þetta er landlægur, íslenskur hroki sem birtist oft í því að Íslendingar, hvar sem þeir búa, hneykslast þegar það hvessir einhvers staðar í útlöndum, eða snjóar. Gera grín að því hvernig samgöngur í París fara úr skorðum við „smá föl" og skólahald fellur niður ef það hreyfir vind. Þið kannist við þetta. En þessi veðurhroki á hins vegar engan rétt á sér. Stórhríð og skafrenningur er ekkert grín og það ættum við að þekkja þjóða best. Hér vinnur fólk í sjálfboðavinnu við björgunarstörf upp um heiðar og fjöll þegar brestur á með byl og hafa alltaf nóg að gera. Íslendingar virðast ekkert frekar kunna að haga sér í vondu veðri þegar allt kemur til alls þó þeir viðurkenni það ekki. Eða hvað? Fyrirsögn á einni frétt um veður og færð, sem ég rak augun í á mánudaginn var, á mbl.is hljóðaði reyndar eitthvað á þessa leið: „Dæmigerðir Íslendingar í vonlausu skyggni!" Þar sagði frá björgunarsveit sem staðið hafði í ströngu við að aðstoða ökumenn þá um nóttina á Steingrímsfjarðarheiði. Bílar sátu fastir og ferja þurfti fólk til byggða. Slíkar fréttir lesum við margsinnis yfir vetrarmánuðina, við þekkjum þetta vel, en mér fannst einhver annar tónn í þessari. „Þetta var alger vitleysa" viðurkenndi nefnilega einn vegfarenda sem hafði ætlað sér heim til Bolungarvíkur frá Hólmavík gegnum veðurhaminn ásamt félögum sínum, en orðið að snúa við. Hann lýsti því hvernig hópurinn lagði af stað á heiðina fullur bjartsýni og hvernig hann hafi ætlað að ganga á undan bílnum yfir verstu skaflana. Hópurinn hefði hins vegar, þremur tímum síðar, verið kominn til baka, með aðstoð björgunarmanna. Hann kallaði þá sig og samferðamenn sína „dæmigerða Íslendinga". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Norðlenskur hroki og þingeyskt loft eru frasar sem stundum er slengt framan í mig, þegar ég er að belgja mig eitthvað um veðrið. Ég geri það stundum, set mig á háan hest þegar snjóar í höfuðborginni og samgöngur eru farnar á hliðina fyrir hádegi. Segi þá sögur af norðlenskum skafrenningi og stórhríð og að það þurfi nú meira en él á köflum til að slá landsbyggðarjaxla út af laginu. Óþolandi auðvitað, ég veit það. Svona gorgeir er reyndar ekkert einskorðaður við Norðlendinga hefur mér sýnst. Þetta er landlægur, íslenskur hroki sem birtist oft í því að Íslendingar, hvar sem þeir búa, hneykslast þegar það hvessir einhvers staðar í útlöndum, eða snjóar. Gera grín að því hvernig samgöngur í París fara úr skorðum við „smá föl" og skólahald fellur niður ef það hreyfir vind. Þið kannist við þetta. En þessi veðurhroki á hins vegar engan rétt á sér. Stórhríð og skafrenningur er ekkert grín og það ættum við að þekkja þjóða best. Hér vinnur fólk í sjálfboðavinnu við björgunarstörf upp um heiðar og fjöll þegar brestur á með byl og hafa alltaf nóg að gera. Íslendingar virðast ekkert frekar kunna að haga sér í vondu veðri þegar allt kemur til alls þó þeir viðurkenni það ekki. Eða hvað? Fyrirsögn á einni frétt um veður og færð, sem ég rak augun í á mánudaginn var, á mbl.is hljóðaði reyndar eitthvað á þessa leið: „Dæmigerðir Íslendingar í vonlausu skyggni!" Þar sagði frá björgunarsveit sem staðið hafði í ströngu við að aðstoða ökumenn þá um nóttina á Steingrímsfjarðarheiði. Bílar sátu fastir og ferja þurfti fólk til byggða. Slíkar fréttir lesum við margsinnis yfir vetrarmánuðina, við þekkjum þetta vel, en mér fannst einhver annar tónn í þessari. „Þetta var alger vitleysa" viðurkenndi nefnilega einn vegfarenda sem hafði ætlað sér heim til Bolungarvíkur frá Hólmavík gegnum veðurhaminn ásamt félögum sínum, en orðið að snúa við. Hann lýsti því hvernig hópurinn lagði af stað á heiðina fullur bjartsýni og hvernig hann hafi ætlað að ganga á undan bílnum yfir verstu skaflana. Hópurinn hefði hins vegar, þremur tímum síðar, verið kominn til baka, með aðstoð björgunarmanna. Hann kallaði þá sig og samferðamenn sína „dæmigerða Íslendinga".
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun