Vera FBI-manna sögð grafalvarlegt mál Karen Kjartansdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:49 Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda." Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Svo virðist sem að bandarískir alríkislögreglumenn hafi verið hér að störfum í fimm daga vegna Wikileaks án eftirlits íslenskra stjórnvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir það blasa við að málið þarfnist frekari skoðunar. Áhyggjuefni sé að erlendir lögreglumenn starfi í öðru landi án eftirlits enda felist kjarninn í fullveldi ríkja í því að geta sett lög og reglur á eigin landssvæði. Samstarf íslenskra lögreglumanna við bandarísku alríkislögregluna FBI, vegna gruns um tölvuárásar Wikileaks á íslenska stjórnarráðið, virðist hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Allt þar til innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, synjaði alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi. Engu að síður virðast mennirnir hafa starfað hér í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina og íslenskir lögreglumenn höfðu dregið sig úr málinu. Og voru þeir því að störfum hér á landi án eftirlits íslenskra yfirvalda. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands, sem útkskrifaðist frá Oxford-háskóla með áherslu á réttar- og stjórnskipunarrétt, segir slíkt athæfi alvarlegt og því þarfnist málið athugunar. „Kjarninn í fullveldi ríkja er sá að réttur að setja lög og reglur á eigin landssvæði og svo framfylgja þessum lögum. Almennt er það þá þannig að á Íslandi starfa þá íslenskir lögreglumenn en ekki erlendir að rannsókn mála," segir Hafsteinn Þór Hauksson. Hafsteinn segir að vissulega séu til undantekningar, til dæmis geti ríki óskað eftir samstarfi við önnur ríki á grundvelli réttarbeiðna. Þannig gætu íslensk stjórnvöld til dæmis óskað eftir samstarfi við erlent ríki ef þau grunuðu íslending sem þar væri staddur um að tengjast lögbrotum á grundvelli réttarbeiðna. En jafnvel þótt slíkt samstarf eigi sér stað þá ber heimaríkið mjög ríka ábyrgð á því að að lögum sé réttilega framfylgt og staðið sé vörð um réttindi sakborninga eða annarra sem koma að málum. Miðað við að svo virðist sem alríkislögregumennirnir hafi starfað hér án eftirlits virðist því umsjón íslenskra yfirvalda hafa verið ábótavant. „Ef það hefur gerst þannig að að erlendir lögreglumenn hafi verið að framkvæma lögreglurannsóknir án fullnægjandi heimilda og jafnvel í óþökk og trássi við skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum þá væri það mjög alvarlegt mál," segir Hafsteinn. En einnig þurfi að kanna hvort íslensk stjórnvöld hafi gert mistök í þessu máli. „Ef ráðherra hefur hugsanlega tekið íslenska lögreglumenn út úr rannsókn málsins en ekki gætt að því að hafa eftirlit með erlendum lögregumönnum sem hér voru enn að störfum hér að landi þá þá væri það líka áhyggjuefni því hér eiga erlendir lögreglumenn vitanlega ekki að vera að starfa og rannsaka Íslendinga án aðkomu íslenskra yfirvalda."
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira