Byggja fjölda leiguíbúða í borginni 7. febrúar 2013 06:00 Dagur segir að ef ekki verði brugðist við húsnæðisþörf í Reykjavík, sérstaklega varðandi leiguhúsnæði, sé hætta á húsnæðiskreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur kortlagt hvaða möguleikar eru á byggingu íbúða innan borgarlandsins. Niðurstaðan er sú að á næstu þremur til fimm árum verða reistar 2.500 íbúðir miðsvæðis í Reykjavík. Fram til ársins 2030 verða íbúðirnar 14.500. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er formaður starfshópsins. Hann segir vinnuna, sem staðið hefur yfir í tvö ár, einkennast af því að reynt sé að draga lærdóm af hruninu. „Í fyrsta lagi með því að í nýju aðalskipulagi er verið að þróa borgina inn á við, um það er mjög skýr stefna. Í öðru lagi hefur borgarstjórn sameinast um nýja húsnæðisstefnu sem kallar eftir fjölbreyttari og öruggari húsnæðismarkaði með áherslu á leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir og aukna fjölbreytni. Í þriðja lagi, og það kemur einnig að því hvernig fólk kemst af, erum við með þessu tvennu að reyna að minnka rekstrarkostnað heimilanna með því að gera fólki kleift að búa þar sem það getur dregið úr samgöngukostnaði." Í því skyni er gert ráð fyrir mun minni fjölda bílastæða við íbúðirnar en vaninn er.Efla almennan leigumarkað Framlag Reykjavíkurborgar verður fyrst og fremst það að leggja fram lönd og lóðir, en einnig í gegnum skipulagið. Ekki er gert ráð fyrir að fjármunir verði markvisst settir í uppbygginguna frá borginni. „Við höfum þó áskilið okkur rétt til að gera strategískar fjárfestingar til að fylgja þessari stefnu fast eftir. Við erum tilbúin til að beita afli borgarinnar, bæði til að tryggja okkur nauðsynleg lönd og lóðir, og einnig til að þróa þessi svæði og nýta skipulagsvaldið til þess. Þetta er algjör lykilstefna hjá okkur." Möguleg leið í þessu er að um hvern byggingarreit, eða nokkra saman, verði stofnað félag sem sér um uppbyggingu og rekstur. Fundað hefur verið með þróunarfélögum, verktökum, fjármögnunaraðilum, bæði bönkum og lífeyrissjóðum, Félagsstofnun stúdenta, háskólunum og öðrum sem hafa verkefni í farvatninu sem gætu fallið undir þessa stefnumótun. Dagur segir að félög um slíkan rekstur þurfi að lifa í áratugi, ef ekki hundrað ár, og því þurfi að vanda til verka. „Það sem hefur vantað á Íslandi er almennur leigumarkaður og við viljum búa til öruggan leigumarkað fyrir venjulegt fólk sem vill það sem valkost, jafnvel til langs tíma. Þá þarf að tryggja ákveðið öryggi og jafnvel að þú getir stækkað við þig innan stórs leigufélags sem er með margar og fjölbreyttar íbúðagerðir á sínum snærum, jafnvel innan sama skólakerfis. Þetta er í raun alveg gríðarlega stórt samfélagslegt verkefni um að búa til öruggan húsnæðis- og leigumarkað."Hætta á húsnæðiskreppu Dagur segir að uppbyggingin muni ekki tryggja það að leiguverð lækki. Hins vegar muni hún vonandi skapa betra jafnvægi á leigumarkaði. „Það er ekki hægt að lofa því að leiguverð í Reykjavík, á eftirsóknarverðum stöðum, muni lækka til framtíðar litið. Ef ekkert verður að gert er hætt við því að þróunin verði eins og víða í miðborgum, þar sem venjulegt fólk á venjulegum launum hefur ekki efni á að búa þar lengur. Við viljum koma í veg fyrir það." Dagur segir úttektir sýna að það stefni í húsnæðiskreppu ef ekkert verður að gert. Ábyrg borgaryfirvöld verði að setja fram áætlanir um hvernig mæta eigi húsnæðisþörfinni, ekki til að skapa nýja bólu á fasteignamarkaði heldur til að tryggja það að allir eigi þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. „Það verður aldrei ódýrt að búa á besta stað í Reykjavík en við eigum að gera það sem við getum til að tryggja fjölbreytni. Við viljum ekki einhver lúxussvæði fyrir fáa heldur fjölbreytt svæði fyrir alls konar fólk; fjölskyldufólk, eldra fólk og yngra fólk. Þar höfum við tæki í gegnum skipulagið og í gegnum alls kyns samvinnu. Við höfum verið að beita borginni mjög markvisst, þó það hafi kannski ekki farið mjög hátt," segir Dagur. Þar vísar hann í kaup borgarinnar á Slippsvæðinu, þar sem rísa munu 250 til 300 íbúðir, á lóð við Keilugranda, þar sem vísa munu um 60 íbúðir og á lóð við Tryggvagötu þar sem fjöldi íbúða getur risið. Borgin hafi til að mynda sett 500 milljónir í að kaupa hafnarsvæðið. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokasprettinu í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Sjá meira
Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur kortlagt hvaða möguleikar eru á byggingu íbúða innan borgarlandsins. Niðurstaðan er sú að á næstu þremur til fimm árum verða reistar 2.500 íbúðir miðsvæðis í Reykjavík. Fram til ársins 2030 verða íbúðirnar 14.500. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, er formaður starfshópsins. Hann segir vinnuna, sem staðið hefur yfir í tvö ár, einkennast af því að reynt sé að draga lærdóm af hruninu. „Í fyrsta lagi með því að í nýju aðalskipulagi er verið að þróa borgina inn á við, um það er mjög skýr stefna. Í öðru lagi hefur borgarstjórn sameinast um nýja húsnæðisstefnu sem kallar eftir fjölbreyttari og öruggari húsnæðismarkaði með áherslu á leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir og aukna fjölbreytni. Í þriðja lagi, og það kemur einnig að því hvernig fólk kemst af, erum við með þessu tvennu að reyna að minnka rekstrarkostnað heimilanna með því að gera fólki kleift að búa þar sem það getur dregið úr samgöngukostnaði." Í því skyni er gert ráð fyrir mun minni fjölda bílastæða við íbúðirnar en vaninn er.Efla almennan leigumarkað Framlag Reykjavíkurborgar verður fyrst og fremst það að leggja fram lönd og lóðir, en einnig í gegnum skipulagið. Ekki er gert ráð fyrir að fjármunir verði markvisst settir í uppbygginguna frá borginni. „Við höfum þó áskilið okkur rétt til að gera strategískar fjárfestingar til að fylgja þessari stefnu fast eftir. Við erum tilbúin til að beita afli borgarinnar, bæði til að tryggja okkur nauðsynleg lönd og lóðir, og einnig til að þróa þessi svæði og nýta skipulagsvaldið til þess. Þetta er algjör lykilstefna hjá okkur." Möguleg leið í þessu er að um hvern byggingarreit, eða nokkra saman, verði stofnað félag sem sér um uppbyggingu og rekstur. Fundað hefur verið með þróunarfélögum, verktökum, fjármögnunaraðilum, bæði bönkum og lífeyrissjóðum, Félagsstofnun stúdenta, háskólunum og öðrum sem hafa verkefni í farvatninu sem gætu fallið undir þessa stefnumótun. Dagur segir að félög um slíkan rekstur þurfi að lifa í áratugi, ef ekki hundrað ár, og því þurfi að vanda til verka. „Það sem hefur vantað á Íslandi er almennur leigumarkaður og við viljum búa til öruggan leigumarkað fyrir venjulegt fólk sem vill það sem valkost, jafnvel til langs tíma. Þá þarf að tryggja ákveðið öryggi og jafnvel að þú getir stækkað við þig innan stórs leigufélags sem er með margar og fjölbreyttar íbúðagerðir á sínum snærum, jafnvel innan sama skólakerfis. Þetta er í raun alveg gríðarlega stórt samfélagslegt verkefni um að búa til öruggan húsnæðis- og leigumarkað."Hætta á húsnæðiskreppu Dagur segir að uppbyggingin muni ekki tryggja það að leiguverð lækki. Hins vegar muni hún vonandi skapa betra jafnvægi á leigumarkaði. „Það er ekki hægt að lofa því að leiguverð í Reykjavík, á eftirsóknarverðum stöðum, muni lækka til framtíðar litið. Ef ekkert verður að gert er hætt við því að þróunin verði eins og víða í miðborgum, þar sem venjulegt fólk á venjulegum launum hefur ekki efni á að búa þar lengur. Við viljum koma í veg fyrir það." Dagur segir úttektir sýna að það stefni í húsnæðiskreppu ef ekkert verður að gert. Ábyrg borgaryfirvöld verði að setja fram áætlanir um hvernig mæta eigi húsnæðisþörfinni, ekki til að skapa nýja bólu á fasteignamarkaði heldur til að tryggja það að allir eigi þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. „Það verður aldrei ódýrt að búa á besta stað í Reykjavík en við eigum að gera það sem við getum til að tryggja fjölbreytni. Við viljum ekki einhver lúxussvæði fyrir fáa heldur fjölbreytt svæði fyrir alls konar fólk; fjölskyldufólk, eldra fólk og yngra fólk. Þar höfum við tæki í gegnum skipulagið og í gegnum alls kyns samvinnu. Við höfum verið að beita borginni mjög markvisst, þó það hafi kannski ekki farið mjög hátt," segir Dagur. Þar vísar hann í kaup borgarinnar á Slippsvæðinu, þar sem rísa munu 250 til 300 íbúðir, á lóð við Keilugranda, þar sem vísa munu um 60 íbúðir og á lóð við Tryggvagötu þar sem fjöldi íbúða getur risið. Borgin hafi til að mynda sett 500 milljónir í að kaupa hafnarsvæðið.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokasprettinu í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Sjá meira