Fótbolti

Hazard fékk rautt fyrir að sparka í boltastrák | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, gerði sig sekan um ótrúlegt dómgreindarleysi í leik gegn Swansea í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Staðan var markalaus þegar tólf mínútur voru til leiksloka og boltinn fór aftur fyrir endalínu. Boltastrákur á vegum heimaliðsins, Swansea, var hins vegar tregur til að afhenda boltann sem varð til þess að Hazard sparkaði í síðu hans.

Boltastrákurinn, sem lá í grasinu þegar Hazard sparkaði í hann, lá þjáður eftir í nokkra stund og gekk svo af velli.

Dómari leiksins, Chris Foy, sá engra annarra kosta völ en að gefa Hazard rauða spjaldið.

Swansea er með 2-0 forystu í viðureign liðanna en leiknum í Swansea er ólokið þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×