Af meintu einelti og ofbeldi Emil Örn Kristjánsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun