Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar 29. desember 2024 15:33 Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar og baðlón Suðurnesjabær Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun