Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2013 18:45 Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. Rannsóknaráætlun Faroe-hópsins er stífari en hjá Valiant-hópnum, og gerir forstjóri Faroe ráð fyrir að fyrsti borpallur geti verið kominn eftir þrjú til fjögur ár, meðan leitarstjóri Valiant segir fyrsta pall 2017-2018, eftir fjögur til fimm ár. Gera má ráð fyrir að fljótandi leitarpallur í líkingu við Aker Barents verði notaður, en þar sem slíkir pallar geta jafnframt þjónað sem vinnslupallar er fræðilegur möguleiki á að olíuvinnslan hefjist innan fjögurra ára. Finnist olía eða gas telja sérfræðingar beggja leyfishafa hins vegar líklegast að sérsmíðað vinnsluskip komi á Drekann. Graham Stewart, forstjóri Faroe Petroleum, segir í fréttum Stöðvar 2 að svæðið sé langt úti í hafi og á miklu hafdýpi og þessvegna sé líklegt að farið verði í fljótandi vinnslu og fljótandi lausnir við geymslu og flutning. Þær sé hægt að vinna tiltölulega hratt miðað við ef föst mannvirki yrðu smíðuð. Þannig yrði eftir kannski 7-8 ár unnt að hefja olíuframleiðslu á landgrunni Íslands. Þetta yrði þá svipuð lausn og á nýjustu olíu- og gassvæðum Norðmanna, eins og Skarv, sem liggur um 210 kílómetra frá þjónustubæjunum Sandnessjöen og Brönnöysund á Hálogalandi. Frá Drekasvæðinu til samanburðar er fjarlægðin frá leitarsvæðum Valiant og Faroe um 360 kílómetrar til hafnar og flugvallar við Langanes, þeirra sem næst liggja. Skipið á Skarv-svæðinu hóf vinnsluna nú um áramótin en það tekur við olíu frá fjarstýrðum stöðvum á hafsbotni. Olíuskip sækja svo olíuna í vinnsluskipið en gasinu er dælt áfram um neðansjávarleiðslur til lands. Þyrlur eru í stöðugum flutningum með starfsmenn milli skipsins og þyrlumiðstöðvar í Brönnöysund, þar sem hótel hafa byggst upp, en þjónustuskip sigla svo reglulega með rekstrarvörur frá Sandnessjöen. Það má vel ímynda sér að þróunin í byggðum á norðaustanverðu Íslandi geti orðið svipuð. Í Sandnessjöen var gamla fiskihöfnin nýtt í byrjun til að þjónusta borpalla en þegar ákveðið var að hefja vinnslu voru ný höfn og iðnaðarsvæði sérstaklega byggð upp til að þjónusta vinnsluskipið. Stöð 2 heimsótti Sandnessjöen í fyrra og birti þaðan þessa frétt um áhrifin þar. Reynist auðlindirnar stórar telja sérfræðingar olíuleitarfélaganna koma til greina að neðansjávarleiðsla verði lögð frá Drekasvæðinu alla leið til lands. Styst yrði að leggja leiðsluna til Langaness, ef eyjan Jan Mayen er undanskilin. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. Rannsóknaráætlun Faroe-hópsins er stífari en hjá Valiant-hópnum, og gerir forstjóri Faroe ráð fyrir að fyrsti borpallur geti verið kominn eftir þrjú til fjögur ár, meðan leitarstjóri Valiant segir fyrsta pall 2017-2018, eftir fjögur til fimm ár. Gera má ráð fyrir að fljótandi leitarpallur í líkingu við Aker Barents verði notaður, en þar sem slíkir pallar geta jafnframt þjónað sem vinnslupallar er fræðilegur möguleiki á að olíuvinnslan hefjist innan fjögurra ára. Finnist olía eða gas telja sérfræðingar beggja leyfishafa hins vegar líklegast að sérsmíðað vinnsluskip komi á Drekann. Graham Stewart, forstjóri Faroe Petroleum, segir í fréttum Stöðvar 2 að svæðið sé langt úti í hafi og á miklu hafdýpi og þessvegna sé líklegt að farið verði í fljótandi vinnslu og fljótandi lausnir við geymslu og flutning. Þær sé hægt að vinna tiltölulega hratt miðað við ef föst mannvirki yrðu smíðuð. Þannig yrði eftir kannski 7-8 ár unnt að hefja olíuframleiðslu á landgrunni Íslands. Þetta yrði þá svipuð lausn og á nýjustu olíu- og gassvæðum Norðmanna, eins og Skarv, sem liggur um 210 kílómetra frá þjónustubæjunum Sandnessjöen og Brönnöysund á Hálogalandi. Frá Drekasvæðinu til samanburðar er fjarlægðin frá leitarsvæðum Valiant og Faroe um 360 kílómetrar til hafnar og flugvallar við Langanes, þeirra sem næst liggja. Skipið á Skarv-svæðinu hóf vinnsluna nú um áramótin en það tekur við olíu frá fjarstýrðum stöðvum á hafsbotni. Olíuskip sækja svo olíuna í vinnsluskipið en gasinu er dælt áfram um neðansjávarleiðslur til lands. Þyrlur eru í stöðugum flutningum með starfsmenn milli skipsins og þyrlumiðstöðvar í Brönnöysund, þar sem hótel hafa byggst upp, en þjónustuskip sigla svo reglulega með rekstrarvörur frá Sandnessjöen. Það má vel ímynda sér að þróunin í byggðum á norðaustanverðu Íslandi geti orðið svipuð. Í Sandnessjöen var gamla fiskihöfnin nýtt í byrjun til að þjónusta borpalla en þegar ákveðið var að hefja vinnslu voru ný höfn og iðnaðarsvæði sérstaklega byggð upp til að þjónusta vinnsluskipið. Stöð 2 heimsótti Sandnessjöen í fyrra og birti þaðan þessa frétt um áhrifin þar. Reynist auðlindirnar stórar telja sérfræðingar olíuleitarfélaganna koma til greina að neðansjávarleiðsla verði lögð frá Drekasvæðinu alla leið til lands. Styst yrði að leggja leiðsluna til Langaness, ef eyjan Jan Mayen er undanskilin.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira