„Sérstakt að þetta hafi gerst sama dag“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 15:15 Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur áratugalanga reynslu af flugi. mynd úr safni Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira