Halda tónleika til heiðurs Hljómum í Hörpu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Hinn 5. október árið 1963 spiluðu Hljómar á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Nú, fimmtíu árum síðar, fara fram heiðurstónleikar hljómsveitarinnar í Hörpu. „Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira