Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld Einar Karl Friðriksson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun