Halda minningu vinar á lofti með tónleikum Sara McMahon skrifar 5. júlí 2013 07:00 Meðlimir Skáta heiðra minningu látins vinar með tónleikum á Faktorý í kvöld. Björn Kolbeinsson lést í köfunarslysi í desember í fyrra. Mynd/Úr einkasafni „Þetta eru allt vinir Björns og hljómsveitir sem Skátar spiluðu mikið með hér áður fyrr. Okkur langaði að heiðra minningu látins félaga með því að halda gott partí. Þetta verður engin erfisdrykkja heldur falleg og skemmtileg stund,“ segir Benedikt Reynisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Skáta. Sveitin stendur fyrir tónleikum á Faktorý í kvöld til heiðurs Birni Kolbeinssyni, sem betur er þekktur sem Bjössi Skáti. Hann lést í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum þann 28. desember síðastliðinn. Aðspurður segir Benedikt að lagalisti kvöldsins samanstandi fyrst og fremst af lögum Skáta. „Við tökum Skáta-lög og svo smá spuna til heiðurs Bjössa,“ segir hann.Benedikt ReynissonAuk Skáta munu fjórar aðrar sveitir stíga á svið í kvöld og halda uppi minningu Björns. Aðgangseyrir er þúsund krónur og mun ágóðinn renna til Kvennaathvarfsins. „Okkur þótti meira við hæfi að styrkja gott málefni en að styrkja okkur sjálfa. En fyrst og fremst er þetta í anda Bjössa, hann var meðvitaður um samfélagið í kringum sig.“Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.30 í kvöld. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta eru allt vinir Björns og hljómsveitir sem Skátar spiluðu mikið með hér áður fyrr. Okkur langaði að heiðra minningu látins félaga með því að halda gott partí. Þetta verður engin erfisdrykkja heldur falleg og skemmtileg stund,“ segir Benedikt Reynisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Skáta. Sveitin stendur fyrir tónleikum á Faktorý í kvöld til heiðurs Birni Kolbeinssyni, sem betur er þekktur sem Bjössi Skáti. Hann lést í köfunarslysi í Silfru á Þingvöllum þann 28. desember síðastliðinn. Aðspurður segir Benedikt að lagalisti kvöldsins samanstandi fyrst og fremst af lögum Skáta. „Við tökum Skáta-lög og svo smá spuna til heiðurs Bjössa,“ segir hann.Benedikt ReynissonAuk Skáta munu fjórar aðrar sveitir stíga á svið í kvöld og halda uppi minningu Björns. Aðgangseyrir er þúsund krónur og mun ágóðinn renna til Kvennaathvarfsins. „Okkur þótti meira við hæfi að styrkja gott málefni en að styrkja okkur sjálfa. En fyrst og fremst er þetta í anda Bjössa, hann var meðvitaður um samfélagið í kringum sig.“Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.30 í kvöld.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira