Eiginkonan þurfti að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2013 19:30 Anna Burns Welker og Wes Welker. Mynd/Nordic Photos/Getty Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker. NFL Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker.
NFL Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira