Lífið

Verðlaunaafhending Gulleggsins

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Halldóra Ólafs
Úrslit og verðlaunaafhending Gulleggsins 2013, frumkvöðlakeppni Innovit, fóru fram síðastliðinn laugardag í Háskólanum í Reykjavík. Þar kynntu 10 teymi viðskiptahugmyndir sínar fyrir dómnefnd en alls hófu 327 hugmyndir keppni í janúar.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti sigurteyminu verðlaunagripinn Gulleggið 2013 en alls námu heildarverðlaun keppninnar 3 milljónum króna.

Það var viðskiptahugmyndin SARdrones sem stóð uppi sem sigurvegari en fyrirtækið hefur hannað og þróað ómannað leitarloftfar og hugbúnað sem aðstoðar björgunarsveitir við leit og björgun.

Erla Björnsdóttir úr teyminu Betri svefn. Betri svefn er svefnmeðferð í gegnum internetið.
Þorsteinn G. Gunnarsson, stjórnarformaður Innovit, og Þórólfur Árnason, fyrrverandi. borgastjóri og stjórnarformaður Innovit.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.