Sísý Ey kemur fram á Sónar í Barcelona Sara McMahon skrifar 12. mars 2013 06:00 Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og fjölbreyttan hóp tónlistarmanna sem koma fram á Sónar-tónlistarhátíðinni í Sumar. Fréttablaðið/Stefán „Við spiluðum á Sónar í febrúar og bókarar frá Sónar í Barcelona sáu tónleikana og vildu í kjölfarið fá okkur út,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og glæstan hóp listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni í Barcelona dagana 13. til 15. júní. Hljómsveitin er skipuð systrunum Sigríði, Elínu og Elísabetu Eyþórsdætrum, Carmen Jóhannesdóttur og plötusnúðnum Friðfinni „Oculus“ Sigurðssyni. Sigríður segist enn ekki vita hvenær tónleikar sveitarinnar fara fram enda sé stutt síðan fréttirnar voru staðfestar. „Við vitum enn voðalega lítið, við höfum ekki einu sinni bókað flug út. Það eina sem er staðfest er að við förum út að spila í sumar.“ Sónar-hátíðin er haldin í tuttugasta sinn í sumar og á meðal þeirra listamanna sem koma fram í ár eru goðsagnirnar í Kraftwerk, Pet Shop Boys, Skrillex, breski tónlistarmaðurinn Jamie Lidell, íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og plötusnúðatvíeykið Gluteus Maximus. Lagið Ain‘t Got Nobody með Sísý Ey hefur fengið mikla útvarpsspilun og von er á smáskífu með laginu á næstunni. Sigríður segir danstónlistarheiminn ólíkan þeim hefðbundna og því komi tónlist sveitarinnar út í einingum. „Við eigum tilbúið efni í heila plötu en við byrjum líklega á því að gefa lögin út í smáskífuformi,“ útskýrir hún. Sigríður og systur hennar koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu; foreldrar þeirra eru tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, frændi þeirra er KK og sjálf er hún gift tónlistarmanninum Þorsteini Einarssyni. „Það má segja að tónlistargenið sé ráðandi í fjölskyldunni. Við erum öll að sinna tónlistinni á einhvern hátt,“ segir hún að lokum.Mynd/Brynjar Snær Sónar Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
„Við spiluðum á Sónar í febrúar og bókarar frá Sónar í Barcelona sáu tónleikana og vildu í kjölfarið fá okkur út,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveitin Sísý Ey hefur bæst við stóran og glæstan hóp listamanna sem koma fram á Sónar-hátíðinni í Barcelona dagana 13. til 15. júní. Hljómsveitin er skipuð systrunum Sigríði, Elínu og Elísabetu Eyþórsdætrum, Carmen Jóhannesdóttur og plötusnúðnum Friðfinni „Oculus“ Sigurðssyni. Sigríður segist enn ekki vita hvenær tónleikar sveitarinnar fara fram enda sé stutt síðan fréttirnar voru staðfestar. „Við vitum enn voðalega lítið, við höfum ekki einu sinni bókað flug út. Það eina sem er staðfest er að við förum út að spila í sumar.“ Sónar-hátíðin er haldin í tuttugasta sinn í sumar og á meðal þeirra listamanna sem koma fram í ár eru goðsagnirnar í Kraftwerk, Pet Shop Boys, Skrillex, breski tónlistarmaðurinn Jamie Lidell, íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og plötusnúðatvíeykið Gluteus Maximus. Lagið Ain‘t Got Nobody með Sísý Ey hefur fengið mikla útvarpsspilun og von er á smáskífu með laginu á næstunni. Sigríður segir danstónlistarheiminn ólíkan þeim hefðbundna og því komi tónlist sveitarinnar út í einingum. „Við eigum tilbúið efni í heila plötu en við byrjum líklega á því að gefa lögin út í smáskífuformi,“ útskýrir hún. Sigríður og systur hennar koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu; foreldrar þeirra eru tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, frændi þeirra er KK og sjálf er hún gift tónlistarmanninum Þorsteini Einarssyni. „Það má segja að tónlistargenið sé ráðandi í fjölskyldunni. Við erum öll að sinna tónlistinni á einhvern hátt,“ segir hún að lokum.Mynd/Brynjar Snær
Sónar Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira