Ólína undrandi á málsmeðferð háskólaráðs Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. september 2013 16:47 Ólína Þorvarðardóttir er ekki sátt með málsmeðferð háskólaráðs Háskólans á Akureyri. Mynd/Vísir Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri frestaði á fundi háskólaráðs í gær skipun nýs sviðsforseta þar sem ekki þóttu forsendur á fundinum til að taka ákvörðun um ráðninguna. Ólína segir að rektor þurfi að útskýra betur hvers vegna ekki var gengið frá ráðningunni á fundinum. „Ég undrandi á málsmeðferðinni. Undangengin er umsögn frá dómnefnd og sviðsfundur hefur kosið á milli umsækjenda þar sem ég var hlutskörpust og sviðsfundur hefur formlega mælt með minni ráðningu við rektor,“ sagði Ólína sem var í útlöndum þegar Vísir náði tali af henni. Hún segist ætla að reyna að afla sér frekari upplýsinga um málið áður en hún tjáir sig frekar. Rektor segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu á fundinum í gær þar sem ráðið taldi sig þurfa á frekari upplýsingum að halda. Rektor staðfesti við Vísi að ráðningastofa væri nú komin í ráðningaferlið sem muni meta umsækjendur enn frekar. „Háskólaráð vildi afla sér frekari upplýsinga og það var gert,“ segir Stefán sem segir ekkert óeðlilegt við það að fá ráðningastofu inn í ferlið á þessum tímapunkti. Hann vísar því á bug að öfl innan skólans séu að reyna að hafa áhrif á ráðningu sviðsforseta. „Við áttum hreinlega erfitt með að velja á milli umsækjenda. Það er auðveldara að ráða í starf þegar einn umsækjandi sker sig úr. Í þessu tilfelli vorum við með fjóra jafna umsækjendur. Þetta eru einfaldlega fagleg vinnubrögð og þau sömu sem höfð voru uppi þegar síðast ráðið í þessa sömu stöðu.“ Í kosningu á milli umsækjenda meðal starfsmanna hug- og félagsvísindasviðs voru Ólína og Rögnvaldur Ingþórsson jöfn með 16 atkvæði. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv, hlaut 13 atkvæði. Aftur var kosið á milli tveggja efstu þar sem Ólína hlaut 20 atkvæði og Rögnvaldur 19. Því var búist við að Ólína yrði ráðin í starf sviðsforseta á fundi háskólaráðs í gær. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir er undrandi á að enn hafi ekki verið gengið frá ráðningu hennar í stöðu sviðsforseta við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri frestaði á fundi háskólaráðs í gær skipun nýs sviðsforseta þar sem ekki þóttu forsendur á fundinum til að taka ákvörðun um ráðninguna. Ólína segir að rektor þurfi að útskýra betur hvers vegna ekki var gengið frá ráðningunni á fundinum. „Ég undrandi á málsmeðferðinni. Undangengin er umsögn frá dómnefnd og sviðsfundur hefur kosið á milli umsækjenda þar sem ég var hlutskörpust og sviðsfundur hefur formlega mælt með minni ráðningu við rektor,“ sagði Ólína sem var í útlöndum þegar Vísir náði tali af henni. Hún segist ætla að reyna að afla sér frekari upplýsinga um málið áður en hún tjáir sig frekar. Rektor segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu á fundinum í gær þar sem ráðið taldi sig þurfa á frekari upplýsingum að halda. Rektor staðfesti við Vísi að ráðningastofa væri nú komin í ráðningaferlið sem muni meta umsækjendur enn frekar. „Háskólaráð vildi afla sér frekari upplýsinga og það var gert,“ segir Stefán sem segir ekkert óeðlilegt við það að fá ráðningastofu inn í ferlið á þessum tímapunkti. Hann vísar því á bug að öfl innan skólans séu að reyna að hafa áhrif á ráðningu sviðsforseta. „Við áttum hreinlega erfitt með að velja á milli umsækjenda. Það er auðveldara að ráða í starf þegar einn umsækjandi sker sig úr. Í þessu tilfelli vorum við með fjóra jafna umsækjendur. Þetta eru einfaldlega fagleg vinnubrögð og þau sömu sem höfð voru uppi þegar síðast ráðið í þessa sömu stöðu.“ Í kosningu á milli umsækjenda meðal starfsmanna hug- og félagsvísindasviðs voru Ólína og Rögnvaldur Ingþórsson jöfn með 16 atkvæði. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv, hlaut 13 atkvæði. Aftur var kosið á milli tveggja efstu þar sem Ólína hlaut 20 atkvæði og Rögnvaldur 19. Því var búist við að Ólína yrði ráðin í starf sviðsforseta á fundi háskólaráðs í gær.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira