Ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum Stígur Helgason skrifar 13. september 2013 07:00 Starfsmenn Seðlabankans og sérstaks saksóknara báru býsn af gögnum út úr höfuðstöðvum Samherja í fyrravor. Fréttablaðið/pjetur Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira