Það erum jú við sem þurfum að keppa í þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 15:45 Mynd/Stefán Frjálsíþróttafólk er ekki alltof sátt við þá ákvörðun Frjálsíþróttasambands Íslands um að fresta bikarkeppni FRÍ um einn dag vegna slæmrar veðurspár. Frjálsíþróttafólk hefur tjáð óánægju sína inn á fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambandsins en ákvörðunin var tekin aðeins degi áður en keppnin átti að fara fram. Bikarkeppni FRÍ fer nú fram á laugardegi og sunnudegi en ekki á föstudegi á laugardegi en það er spáð mjög slæmu veðri þegar keppni átti að fara fram í kvöld. „Fáránlegt að hlusta ekki á keppendur fram yfir alla aðra, það erum jú við sem þurfum að keppa í þessu!," skrifar FH-ingurinn Sveinbjörg Zophoníasdóttir. „Ég myndi skilja ákvörðun mótshaldara betur ef það væri óveður annað kvöld og svo sól og blíða á laugardag og sunnudag, en það er ekki raunin. Það er spáð vondu veðri alla helgina, bara aðeins skárra lau og sun. Meira segja ekkert svo mikið betri spá á sunnudag miðað við föstudag," skrifar Kristin Birna Olafsdottir-Johnson. Þórey Edda Elísdóttir, starfsmaður FRÍ, ver þessa ákvörðun. „Ég tek það fram að ég kom ekki nálægt þessari ákvörðun um breytingu á tímasetningu. Mér finnst þessi ákvörðun hinsvegar mjög flott og ég stend 100% með þeim sem tóku hana. Frjálsíþróttakeppni í slagveðri er ekki frjálsíþróttakeppni heldur skrípaleikur," skrifa Þórey Edda en hún er Verkefnisstjóri hjá FRÍ. „Þú veist alveg jafn vel og við hin að hvort sem það er skítakuldi og vont veður eða skítakuldi mjög vont veður þá er enginn að fara að bæta sig hvort sem er!," skrifar spretthlauðarinn Óli Tómas Freysson. Keppendur voru margir búnir að ráðstafa sunnudeginum og meðal þeirra eru FH-ingar sem eru á leiðinni erlendis. „Svo er líka annað sem spilar inn í eins og það eru t.d. keppendur í FH sem eru að fara erlendis á sunnudaginn og ég get talið örugglega upp marga sem höfðu önnur plön eða voru búin að skipuleggja tíma sinn öðruvísi eða í takt við upphaflega planið sem verður núna bara ennþá meira vesen og mórall yfir! Ótrúlegt en satt þá þarf maður nú að hafa fullskipað lið til þess að keppa á bikar og við erum líka að horfa til þess - ekki bara á veðrið!," skrifar sjöþrautarstelpan Sveinbjörg Zophoníasdóttir. „Kannski ekki gleyma okkur sem erum fyrir norðan. Við erum öll búin að taka okkur frí frá vinnu eða skóla til að geta keyrt suður í dag til að mæta og keppa á föstudaginn! Pínu óþægilegt að þetta sé að breytast svona því við þurfum að leggja af stað suður í dag!," skrifar Hafdís Sigurðardóttir. Þórey Edda útskýrði enn frekar af hverju þessi ákvörðun var tekin. „Það er mótshaldari sem tekur ákvörðun um frestun á mótinu og er sú ákvörðun tekin, að ég trúi, til hagsmuna íþróttamanna og íþróttarinnar sjálfar. Það eru dæmi um að mót erlendis eru hreinlega blásin af vegna veðurs og þá erum við ekki einu sinna að tala um storm eins og í þessu tilviki. Ég er mjög hissa á þessari andstæðu og hefði frekar haldið að íþróttamenn, sem vilja standa sig vel, mundu fagna þessari ákvörðun. Ég veit að persónulega hefði ég gert það sjálf væri ég keppandi," skrifar Þórey Edda. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Frjálsíþróttafólk er ekki alltof sátt við þá ákvörðun Frjálsíþróttasambands Íslands um að fresta bikarkeppni FRÍ um einn dag vegna slæmrar veðurspár. Frjálsíþróttafólk hefur tjáð óánægju sína inn á fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambandsins en ákvörðunin var tekin aðeins degi áður en keppnin átti að fara fram. Bikarkeppni FRÍ fer nú fram á laugardegi og sunnudegi en ekki á föstudegi á laugardegi en það er spáð mjög slæmu veðri þegar keppni átti að fara fram í kvöld. „Fáránlegt að hlusta ekki á keppendur fram yfir alla aðra, það erum jú við sem þurfum að keppa í þessu!," skrifar FH-ingurinn Sveinbjörg Zophoníasdóttir. „Ég myndi skilja ákvörðun mótshaldara betur ef það væri óveður annað kvöld og svo sól og blíða á laugardag og sunnudag, en það er ekki raunin. Það er spáð vondu veðri alla helgina, bara aðeins skárra lau og sun. Meira segja ekkert svo mikið betri spá á sunnudag miðað við föstudag," skrifar Kristin Birna Olafsdottir-Johnson. Þórey Edda Elísdóttir, starfsmaður FRÍ, ver þessa ákvörðun. „Ég tek það fram að ég kom ekki nálægt þessari ákvörðun um breytingu á tímasetningu. Mér finnst þessi ákvörðun hinsvegar mjög flott og ég stend 100% með þeim sem tóku hana. Frjálsíþróttakeppni í slagveðri er ekki frjálsíþróttakeppni heldur skrípaleikur," skrifa Þórey Edda en hún er Verkefnisstjóri hjá FRÍ. „Þú veist alveg jafn vel og við hin að hvort sem það er skítakuldi og vont veður eða skítakuldi mjög vont veður þá er enginn að fara að bæta sig hvort sem er!," skrifar spretthlauðarinn Óli Tómas Freysson. Keppendur voru margir búnir að ráðstafa sunnudeginum og meðal þeirra eru FH-ingar sem eru á leiðinni erlendis. „Svo er líka annað sem spilar inn í eins og það eru t.d. keppendur í FH sem eru að fara erlendis á sunnudaginn og ég get talið örugglega upp marga sem höfðu önnur plön eða voru búin að skipuleggja tíma sinn öðruvísi eða í takt við upphaflega planið sem verður núna bara ennþá meira vesen og mórall yfir! Ótrúlegt en satt þá þarf maður nú að hafa fullskipað lið til þess að keppa á bikar og við erum líka að horfa til þess - ekki bara á veðrið!," skrifar sjöþrautarstelpan Sveinbjörg Zophoníasdóttir. „Kannski ekki gleyma okkur sem erum fyrir norðan. Við erum öll búin að taka okkur frí frá vinnu eða skóla til að geta keyrt suður í dag til að mæta og keppa á föstudaginn! Pínu óþægilegt að þetta sé að breytast svona því við þurfum að leggja af stað suður í dag!," skrifar Hafdís Sigurðardóttir. Þórey Edda útskýrði enn frekar af hverju þessi ákvörðun var tekin. „Það er mótshaldari sem tekur ákvörðun um frestun á mótinu og er sú ákvörðun tekin, að ég trúi, til hagsmuna íþróttamanna og íþróttarinnar sjálfar. Það eru dæmi um að mót erlendis eru hreinlega blásin af vegna veðurs og þá erum við ekki einu sinna að tala um storm eins og í þessu tilviki. Ég er mjög hissa á þessari andstæðu og hefði frekar haldið að íþróttamenn, sem vilja standa sig vel, mundu fagna þessari ákvörðun. Ég veit að persónulega hefði ég gert það sjálf væri ég keppandi," skrifar Þórey Edda.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti