Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2013 19:43 Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 144 farþega. Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. Þetta er vegna óskar færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, sem nú er formlega komin inn á borð innanríkisráðherra. Færeyingar hafa í aldarfjórðung notað 95 sæta þotur af gerðinni British Aerospace og eru þetta stærstu flugvélarnar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli að staðaldri. En nú vilja þeir fá að nota ennþá stærri þotur í flugi til og frá Reykjavík. Þeir eru að endurnýja flugflota sinn og hafa keypt þrjár vélar af gerðinni Airbus A-319, sem taka 144 farþega. Fyrsta Airbus-þota Færeyinga lenti reyndar á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012, í tengslum við landsleik Íslands og Færeyja, og fékk þá höfðinglegar mótttökur. Þáverandi forstjóri félagsins, Magni Arge, fór þess þá á leit að fá að nota nýju þoturnar í reglubundnu áætlunarflugi en fékk ekkert svar frá íslenskum flugvallaryfirvöldum sem litu ekki á ósk hans sem formlega umsókn.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaIsavia hefur nú staðfest að hafa móttekið slíka umsókn frá Atlantic Airways fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydals, talsmanns Isavia, óskaði Isavia nánari upplýsinga frá Atlantic Airways í ágúst en svar hefur ekki borist. Flugfélag Íslands, samstarfsaðili Færeyinga, fylgdi umsókninni hins vegar eftir þann 25. september með ósk til Samgöngustofu um að reglur um flugvernd fyrir Reykjavíkurflugvöll yrðu rýmkaðar svo afgreiða mætti 150 farþega þotur að staðaldri. Að sögn Friðþórs hefur Isavia nú óskað eftir afstöðu innanríkisráðuneytisins til málsins. Sjá mátti báðar þessar flugvélartegundir lenda á Reykjavíkurflugvelli í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. Þetta er vegna óskar færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, sem nú er formlega komin inn á borð innanríkisráðherra. Færeyingar hafa í aldarfjórðung notað 95 sæta þotur af gerðinni British Aerospace og eru þetta stærstu flugvélarnar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli að staðaldri. En nú vilja þeir fá að nota ennþá stærri þotur í flugi til og frá Reykjavík. Þeir eru að endurnýja flugflota sinn og hafa keypt þrjár vélar af gerðinni Airbus A-319, sem taka 144 farþega. Fyrsta Airbus-þota Færeyinga lenti reyndar á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012, í tengslum við landsleik Íslands og Færeyja, og fékk þá höfðinglegar mótttökur. Þáverandi forstjóri félagsins, Magni Arge, fór þess þá á leit að fá að nota nýju þoturnar í reglubundnu áætlunarflugi en fékk ekkert svar frá íslenskum flugvallaryfirvöldum sem litu ekki á ósk hans sem formlega umsókn.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaIsavia hefur nú staðfest að hafa móttekið slíka umsókn frá Atlantic Airways fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydals, talsmanns Isavia, óskaði Isavia nánari upplýsinga frá Atlantic Airways í ágúst en svar hefur ekki borist. Flugfélag Íslands, samstarfsaðili Færeyinga, fylgdi umsókninni hins vegar eftir þann 25. september með ósk til Samgöngustofu um að reglur um flugvernd fyrir Reykjavíkurflugvöll yrðu rýmkaðar svo afgreiða mætti 150 farþega þotur að staðaldri. Að sögn Friðþórs hefur Isavia nú óskað eftir afstöðu innanríkisráðuneytisins til málsins. Sjá mátti báðar þessar flugvélartegundir lenda á Reykjavíkurflugvelli í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30