Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2013 19:43 Nýju Airbus-þotur Færeyinga eru 2ja hreyfla og taka 144 farþega. Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. Þetta er vegna óskar færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, sem nú er formlega komin inn á borð innanríkisráðherra. Færeyingar hafa í aldarfjórðung notað 95 sæta þotur af gerðinni British Aerospace og eru þetta stærstu flugvélarnar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli að staðaldri. En nú vilja þeir fá að nota ennþá stærri þotur í flugi til og frá Reykjavík. Þeir eru að endurnýja flugflota sinn og hafa keypt þrjár vélar af gerðinni Airbus A-319, sem taka 144 farþega. Fyrsta Airbus-þota Færeyinga lenti reyndar á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012, í tengslum við landsleik Íslands og Færeyja, og fékk þá höfðinglegar mótttökur. Þáverandi forstjóri félagsins, Magni Arge, fór þess þá á leit að fá að nota nýju þoturnar í reglubundnu áætlunarflugi en fékk ekkert svar frá íslenskum flugvallaryfirvöldum sem litu ekki á ósk hans sem formlega umsókn.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaIsavia hefur nú staðfest að hafa móttekið slíka umsókn frá Atlantic Airways fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydals, talsmanns Isavia, óskaði Isavia nánari upplýsinga frá Atlantic Airways í ágúst en svar hefur ekki borist. Flugfélag Íslands, samstarfsaðili Færeyinga, fylgdi umsókninni hins vegar eftir þann 25. september með ósk til Samgöngustofu um að reglur um flugvernd fyrir Reykjavíkurflugvöll yrðu rýmkaðar svo afgreiða mætti 150 farþega þotur að staðaldri. Að sögn Friðþórs hefur Isavia nú óskað eftir afstöðu innanríkisráðuneytisins til málsins. Sjá mátti báðar þessar flugvélartegundir lenda á Reykjavíkurflugvelli í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. Þetta er vegna óskar færeyska flugfélagsins Atlantic Airways, sem nú er formlega komin inn á borð innanríkisráðherra. Færeyingar hafa í aldarfjórðung notað 95 sæta þotur af gerðinni British Aerospace og eru þetta stærstu flugvélarnar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli að staðaldri. En nú vilja þeir fá að nota ennþá stærri þotur í flugi til og frá Reykjavík. Þeir eru að endurnýja flugflota sinn og hafa keypt þrjár vélar af gerðinni Airbus A-319, sem taka 144 farþega. Fyrsta Airbus-þota Færeyinga lenti reyndar á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012, í tengslum við landsleik Íslands og Færeyja, og fékk þá höfðinglegar mótttökur. Þáverandi forstjóri félagsins, Magni Arge, fór þess þá á leit að fá að nota nýju þoturnar í reglubundnu áætlunarflugi en fékk ekkert svar frá íslenskum flugvallaryfirvöldum sem litu ekki á ósk hans sem formlega umsókn.Gömlu BAe 146-þotur Færeyinga eru 4ra hreyfla og taka 95 farþegaIsavia hefur nú staðfest að hafa móttekið slíka umsókn frá Atlantic Airways fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydals, talsmanns Isavia, óskaði Isavia nánari upplýsinga frá Atlantic Airways í ágúst en svar hefur ekki borist. Flugfélag Íslands, samstarfsaðili Færeyinga, fylgdi umsókninni hins vegar eftir þann 25. september með ósk til Samgöngustofu um að reglur um flugvernd fyrir Reykjavíkurflugvöll yrðu rýmkaðar svo afgreiða mætti 150 farþega þotur að staðaldri. Að sögn Friðþórs hefur Isavia nú óskað eftir afstöðu innanríkisráðuneytisins til málsins. Sjá mátti báðar þessar flugvélartegundir lenda á Reykjavíkurflugvelli í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30