Takk fyrir að standa með kristinni trú Sigurður Ragnarsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir!
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar