Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna Stefán Árni Pálsson skrifar 21. desember 2013 14:25 mynd/gva Ríkisstjórnin hefur í dag sent Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands bréf þar sem fram koma þær ráðstafanir sem hún mun beita sér fyrir í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna á almennum vinnumarkaði. Inntak bréfsins er svohljóðandi: Með þeirri stefnumörkun sem birtist í fjárlögum 2014 er lögð áhersla á að skapa forsendur fyrir stöðugleika í verðlagsmálum og að auka kaupmátt ráðstöfunartekna. Mikilvægur áfangi í því er að samþykkt séu hallalaus fjárlög og að skilyrði skapist til að lækka skuldir ríkissjóðs í markvissum áföngum á komandi árum. Ríkisstjórnin hefur fylgst með umleitunum um gerð kjarasamninga sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur og mánuði. Í því efni hafa forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars gefið út minnisblað þann 15. nóvember sl. þar sem ítrekað er að kjarasamningar með áherslu á kaupmátt fremur en nafnlaunabreytingar séu best til þess fallnir að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Ríkisstjórnin telur mjög jákvætt að aðilar vinnumarkaðarins skuli standa saman að stefnumörkun í kjaramálum sem miðar að stöðugu verðlagi. Forsenda fyrir frekari aðkomu ríkisstjórnarinnar að gerð kjarasamninga, en þegar er orðin, er að samningsaðilar næðu saman um kaup og kjör. Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú tjáð ríkisstjórninni að umgjörð um samninga á almennum vinnumarkaði og efnisatriði nýrra kjarasamninga liggi í meginatriðum fyrir. Til að greiða fyrir gerð þeirra er ríkisstjórnin reiðubúin að veita skuldbindandi fyrirheit um eftirtaldar ráðstafanir: 1. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014 er boðað að miðþrep í tekjuskatti einstaklinga lækki úr 25,8% í 25% og hefur sú breyting verið lögfest. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hún hyggist beita sér fyrir heildarendurskoðun á tekjuskattskerfinu í áföngum með einföldun, fækkun skattþrepa og lækkun jaðarskatta að markmiði. Í ljósi stöðu kjaraviðræðna verður lagt fram frumvarp þar sem efri mörk lægsta þreps tekjuskatts hækka í 290 þúsund krónur og skatthlufall í miðþrepi verður 25,3%. Í þessu felst að skattalækkanir þessar muni koma hinum tekjulægri til góða, jafnframt því sem þær eru liður í að einfalda og auka skilvirkni skattkerfisins. Er stefnt að því að tekin verði frekari skref í þá átt við framlagningu frumvarps til fjárlaga 2015. 2. Næstu tvö ár verði gjaldskrárhækkanir ríkisins undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, miðað við þær forsendur sem samningarnir byggja á. Náist kjarasamningar til lengri tíma með stöðugleika að leiðarljósi yrði stefnt að því að gjaldskrárhækkanir ríkisins verði innan þeirra marka út samningstímann. Þannig leggur ríkisstjórnin sitt af mörkum til að tryggja verðlagsstöðugleika með öðrum opinberum aðilum. Afar brýnt er að fyrirtæki á markaði axli ábyrgð á þróun verðlags og er gengið út frá að svo verði. 3. Ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún muni við samþykkt kjarasamninga endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif, sem af þeim leiði, verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands. 4. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að fyrirtæki í ríkiseigu, þ.m.t. orkufyrirtæki, gæti ítrasta aðhalds við gjaldskrárbreytingar á komandi ári. 5. Ríkisstjórnin hyggst áfram vinna að umbótum í menntamálum þeirra sem litla menntun hafa í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. 6. Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 15. nóvember sl. um undirbúning kjarasamninga verður komið á fastanefnd um samskipti hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins og mun það samstarf m.a. miða að virku aðhaldi í verðlagsmálum. Endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu, sem senn hefst, verður unnin í samráði við samtök atvinnuveitenda og launþega. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur í dag sent Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands bréf þar sem fram koma þær ráðstafanir sem hún mun beita sér fyrir í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna á almennum vinnumarkaði. Inntak bréfsins er svohljóðandi: Með þeirri stefnumörkun sem birtist í fjárlögum 2014 er lögð áhersla á að skapa forsendur fyrir stöðugleika í verðlagsmálum og að auka kaupmátt ráðstöfunartekna. Mikilvægur áfangi í því er að samþykkt séu hallalaus fjárlög og að skilyrði skapist til að lækka skuldir ríkissjóðs í markvissum áföngum á komandi árum. Ríkisstjórnin hefur fylgst með umleitunum um gerð kjarasamninga sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur og mánuði. Í því efni hafa forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars gefið út minnisblað þann 15. nóvember sl. þar sem ítrekað er að kjarasamningar með áherslu á kaupmátt fremur en nafnlaunabreytingar séu best til þess fallnir að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Ríkisstjórnin telur mjög jákvætt að aðilar vinnumarkaðarins skuli standa saman að stefnumörkun í kjaramálum sem miðar að stöðugu verðlagi. Forsenda fyrir frekari aðkomu ríkisstjórnarinnar að gerð kjarasamninga, en þegar er orðin, er að samningsaðilar næðu saman um kaup og kjör. Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú tjáð ríkisstjórninni að umgjörð um samninga á almennum vinnumarkaði og efnisatriði nýrra kjarasamninga liggi í meginatriðum fyrir. Til að greiða fyrir gerð þeirra er ríkisstjórnin reiðubúin að veita skuldbindandi fyrirheit um eftirtaldar ráðstafanir: 1. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014 er boðað að miðþrep í tekjuskatti einstaklinga lækki úr 25,8% í 25% og hefur sú breyting verið lögfest. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hún hyggist beita sér fyrir heildarendurskoðun á tekjuskattskerfinu í áföngum með einföldun, fækkun skattþrepa og lækkun jaðarskatta að markmiði. Í ljósi stöðu kjaraviðræðna verður lagt fram frumvarp þar sem efri mörk lægsta þreps tekjuskatts hækka í 290 þúsund krónur og skatthlufall í miðþrepi verður 25,3%. Í þessu felst að skattalækkanir þessar muni koma hinum tekjulægri til góða, jafnframt því sem þær eru liður í að einfalda og auka skilvirkni skattkerfisins. Er stefnt að því að tekin verði frekari skref í þá átt við framlagningu frumvarps til fjárlaga 2015. 2. Næstu tvö ár verði gjaldskrárhækkanir ríkisins undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, miðað við þær forsendur sem samningarnir byggja á. Náist kjarasamningar til lengri tíma með stöðugleika að leiðarljósi yrði stefnt að því að gjaldskrárhækkanir ríkisins verði innan þeirra marka út samningstímann. Þannig leggur ríkisstjórnin sitt af mörkum til að tryggja verðlagsstöðugleika með öðrum opinberum aðilum. Afar brýnt er að fyrirtæki á markaði axli ábyrgð á þróun verðlags og er gengið út frá að svo verði. 3. Ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún muni við samþykkt kjarasamninga endurskoða til lækkunar vissar breytingar á gjöldum sem samþykktar hafa verið í tengslum við afgreiðslu fjárlaga 2014 til að stuðla að því að verðlagsáhrif, sem af þeim leiði, verði minni en ella og innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands. 4. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að fyrirtæki í ríkiseigu, þ.m.t. orkufyrirtæki, gæti ítrasta aðhalds við gjaldskrárbreytingar á komandi ári. 5. Ríkisstjórnin hyggst áfram vinna að umbótum í menntamálum þeirra sem litla menntun hafa í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. 6. Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 15. nóvember sl. um undirbúning kjarasamninga verður komið á fastanefnd um samskipti hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins og mun það samstarf m.a. miða að virku aðhaldi í verðlagsmálum. Endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu, sem senn hefst, verður unnin í samráði við samtök atvinnuveitenda og launþega.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira