Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2013 06:00 Tugir þúsunda hafa leitað skjóls við þrjár starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Fréttablaðið/EPA Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar. Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar.
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira