Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2013 06:00 Tugir þúsunda hafa leitað skjóls við þrjár starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Fréttablaðið/EPA Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira