Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Sara McMahon skrifar 16. apríl 2013 07:00 EAndres Sehr, talsmaður Spotify, segir ánægjulegt að þjónusta Spotify sé nú aðgengileg Íslendingum. Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. Áður en Spotify heldur innreið sína inn á nýjan markað þurfa aðstandendur veitunnar að semja við útgáfufyrirtæki og fagaðila í viðkomandi landi og fá þannig aðgang að þeirri tónlist sem fyrirtækin gefa út. Notendur streyma svo tónlistinni beint af Spotify í stað þess að hala henni ólöglega niður, segir Andres Sehr, talsmaður Spotify. „Til að geta hafið starfsemi í nýju landi þarf að ganga frá samningum við útgáfufélög og fagfélög vegna stefgjalda. Þetta þarf að gera í hverju landi fyrir sig og krefst mikillar vinnu. Við leggjum mikinn metnað í að stækka lagasafn okkar þannig að notendur hafi aðgang að hvers kyns tónlistarstefnum. Frá og með deginum í dag mun fólk til dæmis hafa aukinn aðgang að íslenskri tónlist,“ segir Sehr. Daniel Ek og Martin Lorentzon, stofnendur Spotify, fengu hugmyndina að fyrirtækinu árið 2006. Þeir vildu skapa tónlistarveitu sem væri bæði hlustendum og tónlistariðnaðinum til góða. „Daniel var mjög hrifinn af vefsíðum á borð við Napster en vildi finna leið sem gæti leyst þann vanda sem fylgir ólöglegu niðurhali.“ Sjö árum síðar eru um 24 milljónir manna virkir notendur Spotify og er hægt að hlusta á yfir tuttugu milljón lög. Daglega bætast um tuttugu þúsund nýir titlar í safn tónlistarveitunnar. Þjónusta Spotify er þegar aðgengileg tónlistarunnendum í 28 löndum víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Sehr segir að aðstandendum tónlistarveitunnar hafi þótt eðlilegt að Íslendingar yrðu næstir til að bætast í hinn ört stækkandi notendahóp. „Ísland er kannski ekki stór markaður en Spotify er þegar aðgengilegt í Skandinavíu og því þótti eðlilegt að koma hingað næst frekar en að leita á aðra markaði. Hér er líka sterk tónlistarsaga og mikið um efnilegt tónlistarfólk og það er ánægjulegt að geta veitt notendum okkar aðgang að íslenskri tónlist núna.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. Áður en Spotify heldur innreið sína inn á nýjan markað þurfa aðstandendur veitunnar að semja við útgáfufyrirtæki og fagaðila í viðkomandi landi og fá þannig aðgang að þeirri tónlist sem fyrirtækin gefa út. Notendur streyma svo tónlistinni beint af Spotify í stað þess að hala henni ólöglega niður, segir Andres Sehr, talsmaður Spotify. „Til að geta hafið starfsemi í nýju landi þarf að ganga frá samningum við útgáfufélög og fagfélög vegna stefgjalda. Þetta þarf að gera í hverju landi fyrir sig og krefst mikillar vinnu. Við leggjum mikinn metnað í að stækka lagasafn okkar þannig að notendur hafi aðgang að hvers kyns tónlistarstefnum. Frá og með deginum í dag mun fólk til dæmis hafa aukinn aðgang að íslenskri tónlist,“ segir Sehr. Daniel Ek og Martin Lorentzon, stofnendur Spotify, fengu hugmyndina að fyrirtækinu árið 2006. Þeir vildu skapa tónlistarveitu sem væri bæði hlustendum og tónlistariðnaðinum til góða. „Daniel var mjög hrifinn af vefsíðum á borð við Napster en vildi finna leið sem gæti leyst þann vanda sem fylgir ólöglegu niðurhali.“ Sjö árum síðar eru um 24 milljónir manna virkir notendur Spotify og er hægt að hlusta á yfir tuttugu milljón lög. Daglega bætast um tuttugu þúsund nýir titlar í safn tónlistarveitunnar. Þjónusta Spotify er þegar aðgengileg tónlistarunnendum í 28 löndum víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Sehr segir að aðstandendum tónlistarveitunnar hafi þótt eðlilegt að Íslendingar yrðu næstir til að bætast í hinn ört stækkandi notendahóp. „Ísland er kannski ekki stór markaður en Spotify er þegar aðgengilegt í Skandinavíu og því þótti eðlilegt að koma hingað næst frekar en að leita á aðra markaði. Hér er líka sterk tónlistarsaga og mikið um efnilegt tónlistarfólk og það er ánægjulegt að geta veitt notendum okkar aðgang að íslenskri tónlist núna.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira