Aðgerðir í þágu nýsköpunar og nýfjárfestingar Steingrímur J. Sigfússon skrifar 16. apríl 2013 07:00 Fjölbreyttar aðgerðir undanfarin ár til stuðnings nýfjárfestingu og nýsköpun sýna að margt hefur áunnist í þeim málaflokkum. Hér að neðan hef ég tekið saman stuttan en langt í frá tæmandi lista yfir aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðist í í þessum málaflokki. Og eftir stendur spurningin; Fyrst þessi ríkisstjórn gat áorkað þessu í þeirri þröngu stöðu sem hún var í eftir efnahagshrunið – af hverju komu fyrri ríkisstjórnir ekki meiru í verk þegar staða ríkissjóðs var allt önnur og betri? Við því eru til fá svör. Tökum nokkur dæmi: 1. Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi hafa breytt umgjörð um nýfjárfestingar í atvinnulífinu og þau munu nýtast fyrir fjölbreytileg minni og meðalstór ekki síður en stór fjárfestingarverkefni, jafnt innlendra sem erlendra aðila. Meðal samninga um fjárfestingarverkefni sem búið er að gera á grundvelli þessara laga má nefna stækkun aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri, stálendurvinnslu GMR á Grundartanga og gagnaver Verne á Ásbrú. 2. Lög um skattaívilnanir eða beinar endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar í sprotafyrirtækjum hafa sannað sig svo um munar. Nú fer í hönd þriðja árið og hefur umfangið vaxið jafnt og þétt. Reiknað er með að umtalsverðir fjármunir fari í skattaafslætti eða endurgreiðslur, sem er beinn stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf í sprota- eða nýsköpunarfyrirtækjum. 3. Allir vinna átakið sem gengur út á 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu við endurbætur á íbúðarhúsnæði og húsnæði í eigu sveitarfélaga hefur hleypt auknum þrótti í byggingariðnaðinn og auk heldur komið þessum viðskiptum betur upp á yfirborðið. 4. Markaðsátökin Inspired by Iceland, sem hrundið var af stað í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli, og Ísland allt árið, sem gengur út á að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, hafa sannað gildi sitt. Og galdurinn á bak við velgengni beggja verkefnanna er sá að hér tóku saman höndum stjórnvöld og fyrirtækin sjálf í greininni. 5. Framkvæmdasjóður ferðamála var settur á stofn gagngert til að lyfta grettistaki í uppbyggingu aðstöðu og vernd náttúru við helstu ferðamannastaði á landinu en einnig til að fjölga vinsælum ferðamannastöðum. Á næstu þremur árum verða settar 500 milljónir á ári í þennan sjóð. 6. Lög um jöfnun flutningskostnaðar fela í sér mikilvægan stuðning við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. 7. Sóknaráætlanir hafa verið gerðar fyrir hvern landshluta og ganga þær út á að meta styrkleika hvers svæðis og hvernig best verði staðið að atvinnuuppbyggingu. Heimamenn sjálfir forgangsraða verkefnum og verður umtalsverðum fjármunum varið í þessi verkefni á næsta ári. 8. Fjárfestingaráætlun sem nýlega hefur verið kynnt markar alger tímamót og setur nýjar áherslur í nýsköpun og atvinnuþróun. Stærra skref hefur ekki verið stigið í þeim efnum um árabil. 9. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi. 10. Frá stofnun Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknarsjóðs hefur aldrei fyrr verið lögð jafnmikil áhersla á eflingu þeirra eins og nú, enda gegna þeir lykilhlutverki í framþróun atvinnu- og efnahagslífsins. Samkvæmt fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir miklu viðbótarfjármagni til þessara sjóða. 11. Nýstofnsettur Verkefnasjóður fyrir skapandi greinar mun verða veigamikill stuðningur fyrir verkefni þar sem saman fer listrænn sköpunarkraftur og nýsköpun í atvinnulífinu og þar eru svo sannarlega mörg tækifæri. 12. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á laggirnar, en tilgangur hans verður að efla stoðir Græns hagkerfis, sem snýst um sókn í atvinnu- og efnahagsmálum þar sem umhverfisvænar lausnir leysa þær hefðbundnu af hólmi. Sem sagt, heilmiklu hefur verið áorkað samhliða glímunni við beinar afleiðingar hrunsins á þessu kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Fjölbreyttar aðgerðir undanfarin ár til stuðnings nýfjárfestingu og nýsköpun sýna að margt hefur áunnist í þeim málaflokkum. Hér að neðan hef ég tekið saman stuttan en langt í frá tæmandi lista yfir aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðist í í þessum málaflokki. Og eftir stendur spurningin; Fyrst þessi ríkisstjórn gat áorkað þessu í þeirri þröngu stöðu sem hún var í eftir efnahagshrunið – af hverju komu fyrri ríkisstjórnir ekki meiru í verk þegar staða ríkissjóðs var allt önnur og betri? Við því eru til fá svör. Tökum nokkur dæmi: 1. Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi hafa breytt umgjörð um nýfjárfestingar í atvinnulífinu og þau munu nýtast fyrir fjölbreytileg minni og meðalstór ekki síður en stór fjárfestingarverkefni, jafnt innlendra sem erlendra aðila. Meðal samninga um fjárfestingarverkefni sem búið er að gera á grundvelli þessara laga má nefna stækkun aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri, stálendurvinnslu GMR á Grundartanga og gagnaver Verne á Ásbrú. 2. Lög um skattaívilnanir eða beinar endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar í sprotafyrirtækjum hafa sannað sig svo um munar. Nú fer í hönd þriðja árið og hefur umfangið vaxið jafnt og þétt. Reiknað er með að umtalsverðir fjármunir fari í skattaafslætti eða endurgreiðslur, sem er beinn stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf í sprota- eða nýsköpunarfyrirtækjum. 3. Allir vinna átakið sem gengur út á 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu við endurbætur á íbúðarhúsnæði og húsnæði í eigu sveitarfélaga hefur hleypt auknum þrótti í byggingariðnaðinn og auk heldur komið þessum viðskiptum betur upp á yfirborðið. 4. Markaðsátökin Inspired by Iceland, sem hrundið var af stað í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli, og Ísland allt árið, sem gengur út á að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, hafa sannað gildi sitt. Og galdurinn á bak við velgengni beggja verkefnanna er sá að hér tóku saman höndum stjórnvöld og fyrirtækin sjálf í greininni. 5. Framkvæmdasjóður ferðamála var settur á stofn gagngert til að lyfta grettistaki í uppbyggingu aðstöðu og vernd náttúru við helstu ferðamannastaði á landinu en einnig til að fjölga vinsælum ferðamannastöðum. Á næstu þremur árum verða settar 500 milljónir á ári í þennan sjóð. 6. Lög um jöfnun flutningskostnaðar fela í sér mikilvægan stuðning við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. 7. Sóknaráætlanir hafa verið gerðar fyrir hvern landshluta og ganga þær út á að meta styrkleika hvers svæðis og hvernig best verði staðið að atvinnuuppbyggingu. Heimamenn sjálfir forgangsraða verkefnum og verður umtalsverðum fjármunum varið í þessi verkefni á næsta ári. 8. Fjárfestingaráætlun sem nýlega hefur verið kynnt markar alger tímamót og setur nýjar áherslur í nýsköpun og atvinnuþróun. Stærra skref hefur ekki verið stigið í þeim efnum um árabil. 9. Mótuð hefur verið aðgerðaáætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi. 10. Frá stofnun Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknarsjóðs hefur aldrei fyrr verið lögð jafnmikil áhersla á eflingu þeirra eins og nú, enda gegna þeir lykilhlutverki í framþróun atvinnu- og efnahagslífsins. Samkvæmt fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir miklu viðbótarfjármagni til þessara sjóða. 11. Nýstofnsettur Verkefnasjóður fyrir skapandi greinar mun verða veigamikill stuðningur fyrir verkefni þar sem saman fer listrænn sköpunarkraftur og nýsköpun í atvinnulífinu og þar eru svo sannarlega mörg tækifæri. 12. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á laggirnar, en tilgangur hans verður að efla stoðir Græns hagkerfis, sem snýst um sókn í atvinnu- og efnahagsmálum þar sem umhverfisvænar lausnir leysa þær hefðbundnu af hólmi. Sem sagt, heilmiklu hefur verið áorkað samhliða glímunni við beinar afleiðingar hrunsins á þessu kjörtímabili.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar