Sport

Lance Armstrong í viðtali hjá Opruh

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hjólreiðakappinn Lance Armstrong mun í fyrsta sinn tjá sig opinberlega um ásakanir um lyfjamisnotkun í ítarlegu viðtali hjá bandarísku sjónvarpskonunni Oprah Winfrey í næstu viku.

New York Times greindi nýlega frá því að Armstrong væri á barmi þess að játa í fyrsta sinn sök í sínum málum en hann hefur um árabil verið ásakaður um að hafa notað ólögleg lyf á sínum ferli.

Á síðasta ári var hann svo sakfelldur fyrir lyfjamisnotkun og Tour de France-titlarnir sjö sem hann vann á ferlinum voru teknir af honum.

Nýlega var fullyrt að árið 2004 hafi Armstrong boðist til að „styrkja" bandaríska lyfjaeftirlitið með 250 þúsund dollara fjárframlagi. Framkvæmdarstjóri eftirlitsins staðfesti þetta og sagði að boðinu hafi verið umsvifalaust hafnað.

Viðtalið fer fram á heimili Armstrong í Texas og verður sýnt á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×