Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2013 19:15 Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. Faroe er hins vegar fyrir löngu vaxið út úr Færeyjum. Það flutti til Skotlands, er með höfuðstöðvar í Aberdeen, var skráð í kauphöllinni í London fyrir áratug, og er bæði í olíuleit og vinnslu. Forstjóri Faroe, Graham Stewart, segir félagið þegar framleiða um átta þúsund tunnur af olíu á dag. Það sé með skrifstofur í Aberdeen, London, Stavanger og Þórshöfn, sé með öflugan mannskap í olíuleit og olíuframleiðslan standi undir kostnaði við leitina. Í samtali við Stöð 2 segir Stewart félagið því orðið nokkuð sterkt og það vinni í samstarfi við mörg af stærstu olíufélögum heims. Í vaxandi mæli hafi það þó sín eigin leitarleyfi og standi sjálft fyrir borunum og geta félagsins hafi aukist með tímanum. Þegar listi yfir stærstu eigendur Faroe er skoðaður sést að þar er félagið Dana Petroleum langstærsti hluthafinn, með 23 prósenta hlut. Dana Petroleum er margfalt stærra en Faroe og einnig með höfuðstöðvar í Aberdeen. Árið 2010 var Dana hins vegar selt í heilu lagi; kaupandinn var ríkisolíufélag Suður-Kóreu, Korea National Oil Corporation. Það er eitt af stærstu fyrirtækjum Suður-Kóreu, er með starfsemi í fimm heimsálfum og var með yfir þúsund milljarða króna tekjur árið 2011. Til að standa við þau áform að hefja boranir eftir þrjú til fjögur ár á Drekanum og að hefja olíuvinnslu á landgrunni Ísland eftir sjö til átta ár hefur forstjóri Faroe því sterkan bakhjarl; olíurisa sem stýrt er af stjórnvöldum í Suður-Kóreu. Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. Faroe er hins vegar fyrir löngu vaxið út úr Færeyjum. Það flutti til Skotlands, er með höfuðstöðvar í Aberdeen, var skráð í kauphöllinni í London fyrir áratug, og er bæði í olíuleit og vinnslu. Forstjóri Faroe, Graham Stewart, segir félagið þegar framleiða um átta þúsund tunnur af olíu á dag. Það sé með skrifstofur í Aberdeen, London, Stavanger og Þórshöfn, sé með öflugan mannskap í olíuleit og olíuframleiðslan standi undir kostnaði við leitina. Í samtali við Stöð 2 segir Stewart félagið því orðið nokkuð sterkt og það vinni í samstarfi við mörg af stærstu olíufélögum heims. Í vaxandi mæli hafi það þó sín eigin leitarleyfi og standi sjálft fyrir borunum og geta félagsins hafi aukist með tímanum. Þegar listi yfir stærstu eigendur Faroe er skoðaður sést að þar er félagið Dana Petroleum langstærsti hluthafinn, með 23 prósenta hlut. Dana Petroleum er margfalt stærra en Faroe og einnig með höfuðstöðvar í Aberdeen. Árið 2010 var Dana hins vegar selt í heilu lagi; kaupandinn var ríkisolíufélag Suður-Kóreu, Korea National Oil Corporation. Það er eitt af stærstu fyrirtækjum Suður-Kóreu, er með starfsemi í fimm heimsálfum og var með yfir þúsund milljarða króna tekjur árið 2011. Til að standa við þau áform að hefja boranir eftir þrjú til fjögur ár á Drekanum og að hefja olíuvinnslu á landgrunni Ísland eftir sjö til átta ár hefur forstjóri Faroe því sterkan bakhjarl; olíurisa sem stýrt er af stjórnvöldum í Suður-Kóreu.
Tengdar fréttir Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. 7. janúar 2013 18:45
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37