Fótbolti

Berlusconi ósammála Blatter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. Nordic Photos / Getty Images
Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, er ekki ánægður með ummæli Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Á dögunum gekk Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, af velli eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði áhorfenda í æfingaleik.

Prince-Boateng fékk mikið lof fyrir afstöðu sína en Blatter sagði það enga lausn að hlaupa frá vandamálinu.

"Ég er á öndverðum meiði," sagði Berlusconi. "Ég lofaði mína leikmenn og óskaði þeim til hamingju með ákvörðun þeirra. Þetta er vandamál sem þarf að laga og fólk ætti ekki að leyfa svona löguðu að gerast."

"Þetta snýst ekki bara um hegðun leikmanna heldur líka um almenning. Það eiga allir að vinna saman að því að bæta ímynd Ítalíu í knattspyrnuheiminum."

Blatter hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og hafa til að mynda samtök sem berjast gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu lýst yfir óánægju sína með afstöðu forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×