NFL: Green Bay Packers og Houston Texans komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2013 11:30 Mynd/AP Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust. NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust.
NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira