Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum 3. janúar 2013 10:46 Þessi unga kona mótmæli í höfuðborginni í morgun, líkt og tugir þúsunda hafa gert síðustu vikur. Mynd/AFP Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira