Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum 3. janúar 2013 10:46 Þessi unga kona mótmæli í höfuðborginni í morgun, líkt og tugir þúsunda hafa gert síðustu vikur. Mynd/AFP Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira