Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Andri Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 18:45 Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira