Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Andri Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 18:45 Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira