Ein af aðalstjörnum New England Patriots, innherjinn Rob Gronkowski, mun ekki spila meira með liðinu í úrslitakeppnina eftir að hafa handleggsbrotnað á nýjan leik í leiknum gegn Houston í nótt.
Gronkowski handleggabrotnaði þann 18. nóvember á síðasta ári og missti af fimm leikjum. Hann spilaði svo í nótt með umbúðir en þoldi ekki að lenda á hendinni í nótt.
Hún brotnaði aftur og hann þarf að fara í aðgerð á nýjan leik.
Þetta er mikið högg fyrir Patriots enda Gronkowski einn besti leikmaður liðsins. Sem betur fer fyrir Patriots þá hefur Aaron Hernandez leyst hann af hólmi með stæl upp á síðkastið.
