Lífið

Íslenskar systur í mest lesna blaði Seattle

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Systurnar Kristín Maríella og Áslaug Íris Friðjónsdætur hafa heldur betur slegið í gegn með skartgripalínunni Twin Within sem þær sendu frá sér í nóvember síðastliðnum. Kristín segir viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa og þær systur eru í skýjunum yfir velgengninni, en hálsmenin hafa selst eins og heitar lummur.

Áslaug er búsett í Seattle og nýlega hafði mest lesna tímarit borgarinnar, Seattle Magazine, samband við þær og sýndi festunum mikinn áhuga. Á laugardaginn var svo fjallað um þær í grein um upprennandi skartgripahönnuði í borginni.

,,Festarnar okkar verða einnig í myndaþætti fyrir blaðið sem birtist í mars og verður stærsta tölublað Seattle Mag á árinu. Í því blaði verður einnig fjallað ítarlega um Twin Within", segir Kristín.

Þá hafa þær fengið pöntun frá búðinni Dark Room í London, en það hafði verið draumur þeirra að komast inn í þá búð. Festarnar eru einnig til sölu í Japan og í Bandaríkjunum

Hér heima fast þær í GK Reykjavík og í gegnum heimasíðuna www.twinwithin.com

Hönnuðurnir Kristín og Áslaug fengur símtal frá mest lesna tímariti Seattle - Seattle Mag.
Svala Björgvins sem gerir það gott vestan hafs með hljómsveitinni Steed Lord er hér með festi frá systrunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.