Innlent

Vilborg búin að ganga 1000 kílómetra

Vilborg Arna Gissurardóttir er búin að ganga ríflega 1000 kílómetra á leið sinni um Suðurpólinn. Hún náði þeim áfanga í gær að komast inná síðustu breiddargráðuna en aðstæður til göngu eru erfiðar, nýsnævi, mikill vindur og lítið skyggni. Þá frýs allt sem frosið getur nema það sem er í hitabrúsanum.

Hún á aðeins 110 kílómetra eftir í beinni loftlínu til að ná á Suðurpólinn, það er álíka langt og vegalengdin frá Reykjavík til Hvolsvallar. Hægt er að fylgjast með Vilborgu á bloggsíðu hennar lífsspor.is.

Á meðan á göngu hennar stendur safnar hún áheitum fyrir Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×