Innlent

Spielberg vill gera stórmynd á Íslandi

Hinn heimsfrægi kvikmyndaleikstjóri Steven Spielberg hefur í hyggju að gera alþjóðlega stórmynd á Íslandi. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hefur unnið að undirbúningi myndarinnar.

Óhætt er að segja að Steven Spielberg sé einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri heims. Hann leikstýrði meðal annars ET, Jurassic Park, Schindler's list, og Saving Private Ryan svo fátt eitt sé nefnt.

Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið True North hefur þjónustað allar Hollywood-stórmyndir sem teknar hafa verið upp hér á landi á undanförnum árum. Meðal annars Prometheus eftir hinn virta breska leikstjóra Ridley Scott og framtíðartryllirinn Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki.

Þessar myndir auk annarra hafa komið Íslandi á kortið hjá stóru kvikmyndafyrirtækjunum í Hollywood. Leifur Dagfinnsson, stjórnarformaður True North segir í nýjasta þætti Klinksins að fyrirtækið hafi einnig tekið að sér verkefni fyrir Spielberg sem hafi áhuga að taka upp stórmynd hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×