Hverjir komast áfram í Söngvakeppninni á laugardagskvöld? Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 26. janúar 2013 10:00 Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. Hér fyrir neðan er hægt að lesa lýsingar Evu og Vignis og í lokin velja þau það lag sem þau telja sigurstranglegast í kvöld. Eins og fyrr hefur komið fram skiptast lögin tólf niður á tvær forkeppnir, í gærkvöldi og í kvöld. Sex lög komast áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í gær mættu þau Eva Laufey og Vignir Rafn til leiks og hlustuðu á lögin sem kepptu þá. Hægt er að lesa þá grein hér. Úrslitakeppnin fer síðan fram næstu helgi. Þar gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar.Klara Ósk.Skuggamynd Lag: Hallgrímur Óskarsson & Ashley Hicklin Texti: Bragi Valdimar Skúlason Flytjandi: Klara Ósk Elíasdóttir. Eva Laufey: "Nútímalegt og flott lag að mínu mati, ég er mjög ánægð að Klara flytji þetta lag. Þetta er fraumraun Klöru í Eurovision og lagið lofar ansi góðu. Þetta lag gæti auðveldlega unnið að mínu mati, það verður a.m.k. í toppbaráttunni. Lagið gæti sömuleiðis sæmt sér vel út í stóru keppninni. Nútímalegt og hressandi lag sem Klara kemur mjög vel frá sér. Klara er hæfileikarík söngkona og með góða sviðsframkomu því hlakka ég mikið til að fylgjast með þessu lagi í kvöld." Vignir Rafn: "Hallgrímur mættur aftur. Hann má nú eiga það blessaður að hann er ekkert að festa sig í einum ákveðnum stíl. Hér er hann á ferðinni með fína tekknóballöðu. Ágætis lag sem á eflaust eftir að fá hljóma. Aaaaah-kaflinn er mjög flottur (það hefði reyndar ekki drepið þá að hafa hækkun) Hæfileika-Nylon syngur mjög vel þó svo hún segi nokkrum sinnum "skuggamend"."Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir. Mynd/RÚVTil þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen Flytjendur: Jógvan og Stefanía. Eva Laufey: "Mér finnst þetta lag hvorki gott né slæmt. Ég held að lagið eigi ekki mikla möguleika á að blanda sér í toppinn í kvöld. Flottir söngvarar en ég held að svona lög týnist í aðalkeppninni því þetta er þannig lag sem enginn hefur skoðun á. Skemmtilegt lag sem við eigum pottþétt eftir að heyra mikið spilað í útvarpinu hér heima við." Vignir Rafn: "Lag sem batnar í hvert skipti. Sérstaklega ef að maður horfir framhjá geldri útsetningu og ímyndar sér Meatloaf öskra þetta á blasti og draga fram gítara og trommur. Vóóó kaflinn og yfir í rólegt er mjög gott júró og en breikið mætti vera betra. Textinn er hálfgerð hrákasmíð (hvín-þín-skýn) og ekki séns að muna hann. Hér hefði verið hægt að gera betur."Sylvía Erla Scheving.Stund með þér Lag og texti: María Björk Sverrisdóttir Flytjandi: Sylvía Erla Scheving. Eva Laufey: "María Björk samdi bæði lag og texta og gerir það mjög vel eins og henni einni er lagið. Sylvía Erla er einungis sautján ára gömul og er þetta í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í söngvakeppninni. Lagið skilur því miður ekki eftir og þrátt fyrir að Sylvía Erla sé hörkusöngkona þá er ég hrædd um að þetta lag nái ekki langt í keppninni í ár." Vignir Rafn: "María Björk mætir á svæðið með nýja efnilega söngkonu. Lagið byrjar ágætlega en nær aldrei að verða eitthvað meira, líður bara einhvernveginn áfram hvorki né. Það er massa mikið Britney í þessu hjá þeim og er það bæði gott og slæmt. Sylvía syngur þetta ágætlega og verður gaman að sjá hvort hún púllar þetta læf, en hún má líka passa sig á að detta ekki í herma of mikið eftir framburði stallsystra sinna í útlöndum. Það kemur aldrei vel út."Halli Reynis.Vinátta Lag og texti: Halli Reynis Flytjandi: Halli Reynis. Eva Laufey: "Haraldur Reynisson samdi lagið og flytur það einnig. Lagið er afskaplega þægilegt lag sem væri gott að hlusta á í útvarpinu á góðum sunnudegi. Því miður þá held ég að það eigi ekki eftir að skila okkur góðum árangri í Svíþjóð. Textinn er fallegur og maður fær góða tilfinningu við að hlusta á lagið, en á kannski bara ekki heima í Eurovision." Vignir Rafn: "Það verður mikið álag á holræsakerfi landsins þegar íslenska þjóðin tekur sér pissupásu á meðan Halli flytur lagið sitt. Ekki misskilja mig, þetta er fínt lag, mjög fínt meira að segja en á ekki breik í þessa keppni."Unnur Eggertsdóttir. Mynd/RÚVÉg syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Ken Rose Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Hulda Geirsdóttir. Flytjandi: Unnur Eggertsdóttir. Eva Laufey: "Nútímalegt lag sem er gaman að fá í Söngvakeppnina. Unnur er ung að árum og er að syngja í fyrsta skipti í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fögnum við að sjálfsögðu alltaf nýjum röddum og andlitum í keppninni. Ég er þó á því að það eru sterkari lög í keppninni í ár heldur en þetta lag. Ég held að þetta lag myndi ekki skila okkur mörgum atkvæðum í Svíþjóð." Vignir Rafn: "Það hefur nú ekki þurft mörg heilabrot til að láta sér detta í hug að fá Sollu Stirðu til að syngja þetta lag. Teiknimyndin hreinlega lekur af þessu. Þetta er einfalt lag og verður ábyggilega mjög vinsælt á Tjarnarborg í vetur sem er skiljanlegt þar sem að það er mjög skemmtilegt. Textinn er reyndar hræðilegur og á væntanlega að höfða til yngra fólksins (gjeggjað, tjúnar, hönk,) en nær í besta falli að slefa upp í vonda bók eftir Þorgrím Þráinsson. En það skrýtna er að þetta gæti virkað, hver hrífst ekki af heilbrigðri sál í hraustum líkama. Hendum inn sigurvegurunum úr DansDansDans og málið er dautt."Erna Hrönn.Augnablik Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Eva Laufey: "Sveinn Rúnar vandaði vel til verka þegar hann samdi þetta lag. Ingibjörg Gunnarsdóttir samdi textann, hún nær að koma skilaboðum höfundar vel frá sér. Lagið er mjög ævintýralegt og það er eitthvað við lagið sem er í anda austurtjaldsþjóðana. Lagið hentar Ernu mjög vel og það er ferlega grípandi. Ég er viss um að þetta lag verði í toppbaráttunni. Ég held líka að lagið gæti slegið í gegn í aðal keppninni í Svíþjóð. Ævintýralegt og grípandi lag sem ég hlakka til að fylgjast með." Vignir Rafn: "Sveinn Rúnar er með Júróvisjón gjörsamlega á hreinu. Ef að Spaugstofan ætlar að gera nýtt "Alveg týpískt Júróvisjónlag" þá eiga þeir að tékka Sveini. Hér spilar hann út þjóðlagaspjaldinu sem Gréta Salóme gerði í fyrra með góðum árangri (hér heima þ.e.) Reyndar eru þessi tvö lög keimlík, vantar eiginlega bara Jónsa hér. Hér er sem sagt öllu tjaldað til, flautum, træbaltrommum, fiðlum, hugljúfum gítartónum, sneriltrommu, hörku söngkonu og meira að segja karlakór! Kennslubókadæmi í júróvisjónlagi. En eins og með öll hin svona lögin, þá nær það aldrei að verða eitthvað spes."Sigurstranglegasta lagið í kvöld? Eva Laufey: "Ég tel tvö lög sigurstrangleg í kvöld og get ómögulega gert upp á milli. Ég held að það sigurvegari kvöldsins verði annað hvort Klara með lagið Skuggamynd eða Erna Hrönn með Augnablik. Það verður að minnsta kosti skemmtilegt að fylgjast með keppninni í kvöld, hörkukeppni." Vignir: "Besta lagið er Skuggamynd en það skiptir ekki máli þar sem Magni er að fara að taka þetta!" Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. Hér fyrir neðan er hægt að lesa lýsingar Evu og Vignis og í lokin velja þau það lag sem þau telja sigurstranglegast í kvöld. Eins og fyrr hefur komið fram skiptast lögin tólf niður á tvær forkeppnir, í gærkvöldi og í kvöld. Sex lög komast áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Í gær mættu þau Eva Laufey og Vignir Rafn til leiks og hlustuðu á lögin sem kepptu þá. Hægt er að lesa þá grein hér. Úrslitakeppnin fer síðan fram næstu helgi. Þar gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar.Klara Ósk.Skuggamynd Lag: Hallgrímur Óskarsson & Ashley Hicklin Texti: Bragi Valdimar Skúlason Flytjandi: Klara Ósk Elíasdóttir. Eva Laufey: "Nútímalegt og flott lag að mínu mati, ég er mjög ánægð að Klara flytji þetta lag. Þetta er fraumraun Klöru í Eurovision og lagið lofar ansi góðu. Þetta lag gæti auðveldlega unnið að mínu mati, það verður a.m.k. í toppbaráttunni. Lagið gæti sömuleiðis sæmt sér vel út í stóru keppninni. Nútímalegt og hressandi lag sem Klara kemur mjög vel frá sér. Klara er hæfileikarík söngkona og með góða sviðsframkomu því hlakka ég mikið til að fylgjast með þessu lagi í kvöld." Vignir Rafn: "Hallgrímur mættur aftur. Hann má nú eiga það blessaður að hann er ekkert að festa sig í einum ákveðnum stíl. Hér er hann á ferðinni með fína tekknóballöðu. Ágætis lag sem á eflaust eftir að fá hljóma. Aaaaah-kaflinn er mjög flottur (það hefði reyndar ekki drepið þá að hafa hækkun) Hæfileika-Nylon syngur mjög vel þó svo hún segi nokkrum sinnum "skuggamend"."Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir. Mynd/RÚVTil þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen Flytjendur: Jógvan og Stefanía. Eva Laufey: "Mér finnst þetta lag hvorki gott né slæmt. Ég held að lagið eigi ekki mikla möguleika á að blanda sér í toppinn í kvöld. Flottir söngvarar en ég held að svona lög týnist í aðalkeppninni því þetta er þannig lag sem enginn hefur skoðun á. Skemmtilegt lag sem við eigum pottþétt eftir að heyra mikið spilað í útvarpinu hér heima við." Vignir Rafn: "Lag sem batnar í hvert skipti. Sérstaklega ef að maður horfir framhjá geldri útsetningu og ímyndar sér Meatloaf öskra þetta á blasti og draga fram gítara og trommur. Vóóó kaflinn og yfir í rólegt er mjög gott júró og en breikið mætti vera betra. Textinn er hálfgerð hrákasmíð (hvín-þín-skýn) og ekki séns að muna hann. Hér hefði verið hægt að gera betur."Sylvía Erla Scheving.Stund með þér Lag og texti: María Björk Sverrisdóttir Flytjandi: Sylvía Erla Scheving. Eva Laufey: "María Björk samdi bæði lag og texta og gerir það mjög vel eins og henni einni er lagið. Sylvía Erla er einungis sautján ára gömul og er þetta í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í söngvakeppninni. Lagið skilur því miður ekki eftir og þrátt fyrir að Sylvía Erla sé hörkusöngkona þá er ég hrædd um að þetta lag nái ekki langt í keppninni í ár." Vignir Rafn: "María Björk mætir á svæðið með nýja efnilega söngkonu. Lagið byrjar ágætlega en nær aldrei að verða eitthvað meira, líður bara einhvernveginn áfram hvorki né. Það er massa mikið Britney í þessu hjá þeim og er það bæði gott og slæmt. Sylvía syngur þetta ágætlega og verður gaman að sjá hvort hún púllar þetta læf, en hún má líka passa sig á að detta ekki í herma of mikið eftir framburði stallsystra sinna í útlöndum. Það kemur aldrei vel út."Halli Reynis.Vinátta Lag og texti: Halli Reynis Flytjandi: Halli Reynis. Eva Laufey: "Haraldur Reynisson samdi lagið og flytur það einnig. Lagið er afskaplega þægilegt lag sem væri gott að hlusta á í útvarpinu á góðum sunnudegi. Því miður þá held ég að það eigi ekki eftir að skila okkur góðum árangri í Svíþjóð. Textinn er fallegur og maður fær góða tilfinningu við að hlusta á lagið, en á kannski bara ekki heima í Eurovision." Vignir Rafn: "Það verður mikið álag á holræsakerfi landsins þegar íslenska þjóðin tekur sér pissupásu á meðan Halli flytur lagið sitt. Ekki misskilja mig, þetta er fínt lag, mjög fínt meira að segja en á ekki breik í þessa keppni."Unnur Eggertsdóttir. Mynd/RÚVÉg syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Ken Rose Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson & Hulda Geirsdóttir. Flytjandi: Unnur Eggertsdóttir. Eva Laufey: "Nútímalegt lag sem er gaman að fá í Söngvakeppnina. Unnur er ung að árum og er að syngja í fyrsta skipti í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fögnum við að sjálfsögðu alltaf nýjum röddum og andlitum í keppninni. Ég er þó á því að það eru sterkari lög í keppninni í ár heldur en þetta lag. Ég held að þetta lag myndi ekki skila okkur mörgum atkvæðum í Svíþjóð." Vignir Rafn: "Það hefur nú ekki þurft mörg heilabrot til að láta sér detta í hug að fá Sollu Stirðu til að syngja þetta lag. Teiknimyndin hreinlega lekur af þessu. Þetta er einfalt lag og verður ábyggilega mjög vinsælt á Tjarnarborg í vetur sem er skiljanlegt þar sem að það er mjög skemmtilegt. Textinn er reyndar hræðilegur og á væntanlega að höfða til yngra fólksins (gjeggjað, tjúnar, hönk,) en nær í besta falli að slefa upp í vonda bók eftir Þorgrím Þráinsson. En það skrýtna er að þetta gæti virkað, hver hrífst ekki af heilbrigðri sál í hraustum líkama. Hendum inn sigurvegurunum úr DansDansDans og málið er dautt."Erna Hrönn.Augnablik Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Eva Laufey: "Sveinn Rúnar vandaði vel til verka þegar hann samdi þetta lag. Ingibjörg Gunnarsdóttir samdi textann, hún nær að koma skilaboðum höfundar vel frá sér. Lagið er mjög ævintýralegt og það er eitthvað við lagið sem er í anda austurtjaldsþjóðana. Lagið hentar Ernu mjög vel og það er ferlega grípandi. Ég er viss um að þetta lag verði í toppbaráttunni. Ég held líka að lagið gæti slegið í gegn í aðal keppninni í Svíþjóð. Ævintýralegt og grípandi lag sem ég hlakka til að fylgjast með." Vignir Rafn: "Sveinn Rúnar er með Júróvisjón gjörsamlega á hreinu. Ef að Spaugstofan ætlar að gera nýtt "Alveg týpískt Júróvisjónlag" þá eiga þeir að tékka Sveini. Hér spilar hann út þjóðlagaspjaldinu sem Gréta Salóme gerði í fyrra með góðum árangri (hér heima þ.e.) Reyndar eru þessi tvö lög keimlík, vantar eiginlega bara Jónsa hér. Hér er sem sagt öllu tjaldað til, flautum, træbaltrommum, fiðlum, hugljúfum gítartónum, sneriltrommu, hörku söngkonu og meira að segja karlakór! Kennslubókadæmi í júróvisjónlagi. En eins og með öll hin svona lögin, þá nær það aldrei að verða eitthvað spes."Sigurstranglegasta lagið í kvöld? Eva Laufey: "Ég tel tvö lög sigurstrangleg í kvöld og get ómögulega gert upp á milli. Ég held að það sigurvegari kvöldsins verði annað hvort Klara með lagið Skuggamynd eða Erna Hrönn með Augnablik. Það verður að minnsta kosti skemmtilegt að fylgjast með keppninni í kvöld, hörkukeppni." Vignir: "Besta lagið er Skuggamynd en það skiptir ekki máli þar sem Magni er að fara að taka þetta!"
Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira