Íslenski boltinn

Elín Metta með sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. Mynd/Ernir
Valskonan Elín Metta Jensen, sem fékk Gullskóinn í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar, byrjar tímabilið vel því hún er búin að skora þrennur í tveimur fyrstu leikjum Valsliðsins á tímabilinu og alls sjö mörk í þessum tveimur leikjum.

Elín Metta skoraði þrennu í 6-0 sigri Vals á HK/Víkingi í Egilshöllinni í Reykjavíkurmóti kvenna en hafði áður skorað fjögur mörk í 8-0 sigri á Fram á sama stað.

Dóra María Lárusdóttir (2), Svava Rós Guðmundsdóttir og Katrín Gylfadóttir skoruðu hin mörkin í sigrinum á Fram en gegn HK/Víkingi voru þær Katrín, Laufey Björnsdóttir og Svana Rún Hermannsdóttir einnig á skotskónum.

Valur og Fylkir hafa bæði unnið tvo fyrstu leiki sína á Reykjavíkurmóti kvenna en Valur hefur þegar sjö mörk í plús í markatölu.

Elín Metta vantar nú aðeins eitt mark til þess að jafna árangur sinn á Reykjavíkurmótinu í fyrra en hún varð þá markahæsti leikmaðurinn með átta mörk. Hún skoraði síðan níu mörk í Reykjavíkurmótinu fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×