Sport

Íslenskir tvíburar danskir bikarmeistarar í blaki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir fagna hér bikarmeistaratitlinum með Marienlyst.
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir fagna hér bikarmeistaratitlinum með Marienlyst. Mynd/(Heimasíða Marienlyst
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir, tvíburabræður frá Hveragerði, urðu um helgina bikarmeistarar í blaki í Danmörku með liði sínu Marienlyst en þetta er annað árið í röð sem landsliðsmennirnir vinna danska bikarinn.

Marienlyst vann Spentrup IF 3-1 í úrslitaleiknum sem fór fram fyrir framan 1800 áhorfendur í íþróttahöllinni í Óðinsvéum. Marienlyst vann fyrstu hrinuna og svo tvær þær síðustu.

Það er nóg að gera hjá Marienlyst-liðinu þessa dagana því um næstu helgi heldur liðið til Falkenberg í Svíþjóð þar sem Marienlyst tekur þátt í Norðurlandamóti félagsliða. Þar á Marienlyst-liðið einnig titil að verja

Hafsteinn og Kristján eru 23 ára gamlir en þeir eru báðir 204 sentimetrar á hæð. Hafsteinn Valdimarsson var á dögunum kjörinn Íþróttamaður Hveragerðis 2012 en bróðir hans var einnig tilnefndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×