Einar Boom vill fá afsökunarbeiðni 31. janúar 2013 17:25 Einar Boom Marteinsson þegar hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári. „Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent