Sport

Danskur hjólreiðakappi játar lyfjamisnotkun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rasmussen vann tvær dagleiðir í Frakklandshjólreiðunum árið 2007.
Rasmussen vann tvær dagleiðir í Frakklandshjólreiðunum árið 2007. Nordic Photos / Getty Images
Michael Rasmussen, danskur hjólreiðakappi, játaði í dag að hafa notað ólögleg lyf í tólf ár, frá 1998 til 2010.

Rasmussen hélt blaðamannafund í dag þar sem hann greindi frá þessu. Hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann árið 2007.

Hann var þá í góðri stöðu í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, þegar upp komst um að hann hefði logið til um hvar hann hafi verið skömmu fyrir mót. Með því blekkti hann lyfjaeftirlitsyfirvöld og var hann umsvifalaust rekinn úr keppnisliði sínu.

Í dag viðurkenndi að hafa notað reglulega vaxtarhormóna og testósteróna, auk þess að hafa aukið þol með blóðgjöf.

Rasmussen er 38 ára gamall en hann tilkynnti einnig í dag að hann væri hættur afskiptum af hjólreiðum. Hann sagðist ætla að veita lyfjaeftirlitsaðilum fullt samstarf.

Bandríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong viðurkenndi nýlega áralanga lyfjamisnotkun. Hann vann Frakklandshjólreiðarnar sjö sinnum á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×