Fyrsta platan í fjóra áratugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2013 15:17 Hinn sjötugi Rodriguez hefur ekki gefið út plötu síðan 1971. Mynd/Getty Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngvaskáldið Sixto Rodriguez, sem vann hug og hjörtu tónlistaráhugamanna um allan heim í heimildarmyndinni Searching For Sugar Man, leggur nú drög að þriðju hljóðversplötu sinni, þeirri fyrstu í meira en fjörutíu ár. Í myndinni, sem er enn í sýningu hér á landi eftir frumsýningu hennar á RIFF-hátíðinni í lok september, er mögnuð saga tónlistarmannsins rakin, og er myndin ein af þeim heimildarmyndum sem keppa um hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í febrúar. Rodriguez gaf út tvær plötur á árunum 1970 og 1971 sem nutu nær engra vinsælda í heimalandi hans, Bandaríkjunum, en í Suður-Afríku var söngvarinn tekinn í hálfgerða guðatölu án þess að hann hefði nokkra hugmynd um það. Heimildarmyndin hefur kveikt áhuga Vesturlandabúa á listamanninum, sem stendur nú á sjötugu, og hafa honum borist fjöldamörg tilboð frá upptökustjórum sem vilja ólmir vinna með honum. Óvíst er hvenær platan lítur dagsins ljós, en Rodriguez er nú á tónleikaferðalagi sem mun standa fram á sumar.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira